Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 08:30 Höfuðstöðvar Össurar eru á Grjóthálsi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri en þann 24. febrúar hætti fyrirtækið að selja vörur til Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og hyggst Össur viðhalda því á meðan ástandið er óbreytt. Sala til Rússlands var um 1% af sölu félagsins í fyrra. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er óbreytt og gerir að sögn Össurar ráð um 6-9% innri vexti, um 20-21% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 27 milljónum bandaríkjadala, eða 3,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi sem jafngildir 16% af veltu tímabilsins. Innri vöxtur var 6% á stoðtækjum og 5% á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins gekk Össur frá kaupum á fyrirtæki með alls 10 milljónir Bandaríkjadala, um 1,3 milljarða íslenskra króna, í ársveltu. Sett á markað fyrsta stoðtækjahnéð með innbyggðum mótor Að sögn Sveins Sölvasonar, forstjóra Össurar, sjá stjórnendur jákvæða eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum á helstu mörkuðum fyrirtækisins. „Við skiluðum góðum innri vexti þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 á fyrstu mánuðum ársins. Við erum að fást við skammtíma verðhækkanir í aðfangakeðjunni en gert er ráð fyrir að það dragi úr áhrifum þeirra. Við höfum nú sett Power Knee, heimsins fyrsta stoðtækjahné með innbyggðum mótor, á markað á öllum helstu markaðssvæðum okkar með góðum árangri og fengið framúrskarandi endurgjöf. Vegna áherslu okkar á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð gáfum við út okkar árlegu sjálfbærniskýrslu í ársfjórðungnum og erum staðráðin í að halda áfram að veita notendum okkar líf án takmarkana,“ segir Sveinn í tilkynningu. Kauphöllin Össur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri en þann 24. febrúar hætti fyrirtækið að selja vörur til Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og hyggst Össur viðhalda því á meðan ástandið er óbreytt. Sala til Rússlands var um 1% af sölu félagsins í fyrra. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er óbreytt og gerir að sögn Össurar ráð um 6-9% innri vexti, um 20-21% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 27 milljónum bandaríkjadala, eða 3,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi sem jafngildir 16% af veltu tímabilsins. Innri vöxtur var 6% á stoðtækjum og 5% á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins gekk Össur frá kaupum á fyrirtæki með alls 10 milljónir Bandaríkjadala, um 1,3 milljarða íslenskra króna, í ársveltu. Sett á markað fyrsta stoðtækjahnéð með innbyggðum mótor Að sögn Sveins Sölvasonar, forstjóra Össurar, sjá stjórnendur jákvæða eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum á helstu mörkuðum fyrirtækisins. „Við skiluðum góðum innri vexti þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 á fyrstu mánuðum ársins. Við erum að fást við skammtíma verðhækkanir í aðfangakeðjunni en gert er ráð fyrir að það dragi úr áhrifum þeirra. Við höfum nú sett Power Knee, heimsins fyrsta stoðtækjahné með innbyggðum mótor, á markað á öllum helstu markaðssvæðum okkar með góðum árangri og fengið framúrskarandi endurgjöf. Vegna áherslu okkar á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð gáfum við út okkar árlegu sjálfbærniskýrslu í ársfjórðungnum og erum staðráðin í að halda áfram að veita notendum okkar líf án takmarkana,“ segir Sveinn í tilkynningu.
Kauphöllin Össur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira