Veiran náði í skottið á Þórólfi: „Ein sú versta pest sem ég hef nokkurn tímann fengið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 09:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna miklu betri en hún var fyrir aðeins örfáum vikum, þó að enn sé nokkur fjöldi að greinast daglega. Vísir/Vilhelm Töluvert færri eru nú að greinast með Covid-19 hér á landi heldur en fyrir aðeins nokkrum vikum en sóttvarnalæknir telur að veiran verði viðloðandi í einhvern tíma. Sjálfur hefur hann smitast og segir veikindin langt frá því að líkjast venjulegri flensu. Að því er kemur fram á vef Covid-19 hafa hátt í 50 prósent Íslendinga greinst með Covid-19 frá því að faraldurinn hófst, þó raunveruleg tala sé líklega mun hærri. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið í forsvari fyrir baráttuna gegn veirunni og komst í gegnum fyrstu tvö ár faraldursins án þess að smitast. Nýverið bættist hann þó í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa nælt sér í veiruna skæðu. „Ég hef fengið Covid, já,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt að þetta er ein sú versta pest sem ég hef nokkurn tímann fengið og hún hangir í manni lengi. Þannig í mínu tilfelli var þetta ekki bara eitthvað kvef,“ segir hann enn fremur aðspurður um hvort hann hafi orðið mikið veikur. Veiran muni ná í skottið á öllum fyrr eða síðar Það er hálf lýsandi fyrir mikla útbreiðslu veirunnar að hún hafi loksins náð í skottið á sóttvarnalækni. „Þetta nær í skottið á öllum á einhverjum tímapunkti held ég. „Ég held að það sé mjög erfitt að forðast þetta því að Covid verður með okkur áfram,“ segir Þórólfur. Hann vísar til þess að tíðni endursmita sé að aukast og liggur það ekki fyrir hversu lengi ónæmi frá fyrra smiti endist. Samkvæmt covid.is hafa 2,2 prósent smitast tvisvar eða oftar. „Ef að fólk heldur áfram að smitast aftur þá getur þetta verið viðloðandi og náð þeim sem ekki hafa fengið Covid. Þannig ég held að þetta verði viðloðandi í einhvern tíma,“ segir hann. Tölurnar á covid.is ná aðeins til þeirra sem hafa farið í PCR-sýnatöku eða hraðpróf og því má áætla að töluvert fleiri hafi smitast í raun. Skjáskot/Covid.is Staðan betri en fólk getur enn veikst Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt hér á landi í lok febrúar en hægt og rólega fór smitum fækkandi á næstu vikum. Nú eru um og yfir hundrað manns að greinast daglega en líklega eru þeir færri þar sem einhverjir láta heimapróf duga og fara því ekki sýnatöku. „Það er klárlega miklu miklu minna en það var en við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa smitast raunverulega af Covid, við erum að bíða eftir niðurstöðum úr þessari sameiginlegri rannsókn sem sóttvarnalæknir stóð fyrir í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og vonandi fáum við þær niðurstöður bara núna fljótlega,“ segir Þórólfur. Þá er staðan á spítalanum töluvert betri en tíu liggja inni á Landspítala með Covid-19, þar af sex með virkt smit. Spítalinn er þó á óvissustigi og segir Þórólfur að alvarleg veikindi geti komið upp. „Staðan er miklu betri, en fólk er enn að eiga við þetta og það hafa komið upp alvarleg tilfelli og mun gera það áfram,“ segir hann. „En þetta er allt annað ástand en var hérna fyrir nokkrum vikum eða mánuðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tíu sjúklingar á Landspítala nú með Covid-19 Tíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19, þar af eru sex með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu. 22. apríl 2022 10:00 Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. 20. apríl 2022 12:50 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Að því er kemur fram á vef Covid-19 hafa hátt í 50 prósent Íslendinga greinst með Covid-19 frá því að faraldurinn hófst, þó raunveruleg tala sé líklega mun hærri. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið í forsvari fyrir baráttuna gegn veirunni og komst í gegnum fyrstu tvö ár faraldursins án þess að smitast. Nýverið bættist hann þó í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa nælt sér í veiruna skæðu. „Ég hef fengið Covid, já,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt að þetta er ein sú versta pest sem ég hef nokkurn tímann fengið og hún hangir í manni lengi. Þannig í mínu tilfelli var þetta ekki bara eitthvað kvef,“ segir hann enn fremur aðspurður um hvort hann hafi orðið mikið veikur. Veiran muni ná í skottið á öllum fyrr eða síðar Það er hálf lýsandi fyrir mikla útbreiðslu veirunnar að hún hafi loksins náð í skottið á sóttvarnalækni. „Þetta nær í skottið á öllum á einhverjum tímapunkti held ég. „Ég held að það sé mjög erfitt að forðast þetta því að Covid verður með okkur áfram,“ segir Þórólfur. Hann vísar til þess að tíðni endursmita sé að aukast og liggur það ekki fyrir hversu lengi ónæmi frá fyrra smiti endist. Samkvæmt covid.is hafa 2,2 prósent smitast tvisvar eða oftar. „Ef að fólk heldur áfram að smitast aftur þá getur þetta verið viðloðandi og náð þeim sem ekki hafa fengið Covid. Þannig ég held að þetta verði viðloðandi í einhvern tíma,“ segir hann. Tölurnar á covid.is ná aðeins til þeirra sem hafa farið í PCR-sýnatöku eða hraðpróf og því má áætla að töluvert fleiri hafi smitast í raun. Skjáskot/Covid.is Staðan betri en fólk getur enn veikst Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt hér á landi í lok febrúar en hægt og rólega fór smitum fækkandi á næstu vikum. Nú eru um og yfir hundrað manns að greinast daglega en líklega eru þeir færri þar sem einhverjir láta heimapróf duga og fara því ekki sýnatöku. „Það er klárlega miklu miklu minna en það var en við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa smitast raunverulega af Covid, við erum að bíða eftir niðurstöðum úr þessari sameiginlegri rannsókn sem sóttvarnalæknir stóð fyrir í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og vonandi fáum við þær niðurstöður bara núna fljótlega,“ segir Þórólfur. Þá er staðan á spítalanum töluvert betri en tíu liggja inni á Landspítala með Covid-19, þar af sex með virkt smit. Spítalinn er þó á óvissustigi og segir Þórólfur að alvarleg veikindi geti komið upp. „Staðan er miklu betri, en fólk er enn að eiga við þetta og það hafa komið upp alvarleg tilfelli og mun gera það áfram,“ segir hann. „En þetta er allt annað ástand en var hérna fyrir nokkrum vikum eða mánuðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tíu sjúklingar á Landspítala nú með Covid-19 Tíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19, þar af eru sex með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu. 22. apríl 2022 10:00 Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. 20. apríl 2022 12:50 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tíu sjúklingar á Landspítala nú með Covid-19 Tíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19, þar af eru sex með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu. 22. apríl 2022 10:00
Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. 20. apríl 2022 12:50