Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fréttirnar hefjast á slaginu 18.30.
Fréttirnar hefjast á slaginu 18.30. Vísir

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Hann segir nú þegar liggja fyrir nægar sannanir um að fólkið hafi verið beitt gríðarlegu ranglæti. Við ræðum við karlmann sem beittur var ofbeldi á barnaheimilinu í fréttatímanum.

Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi. Fjallað var um afstöðu kynlífsverkafólks í Kompás á Stöð 2 í gær en fólkið vill selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag.

Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar því viðræðna við Bandaríkjamenn.

Við skoðum kaup Elon Musk, ríkasta manns í heimi, á samfélagsmiðlinum Twitter. Þá hugum við að hvalveiðum á Íslandsmiðum sem eru handan við hornið. Svo hittum við fyrir íslenskan doktor í stærðfræði sem sagði skilið við fjármálaheiminn og lét drauminn rætast um að gerast vínbóndi í Sviss.

Þetta og bein útsending frá einum heitasta ferðamannastað landsins á Austfjörðum í fréttatíma okkar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×