Penninn lagði VÍS í brunadeilu fyrir Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:24 Mikinn reyk lagði frá húsinu sem brann til kaldra kola. Vísir/Atli Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum. Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað. Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað.
Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira