Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um félagsfund Eflingar sem fram fór í gærkvöldi en þar var tillaga um að draga til baka uppsagnir hjá félaginu felld með nokkrum meirihluta atkvæða.

Rætt verður við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar í tímanum. Þá verður rætt við Tómas Tómasson alþingismann en umdeild ummæli hans um kynlíf í Tælandi fyrir nokkrum árum hafa vakið umtal.

Þá fjöllum við um söluna á Íslandsbanka sem er enn fyriferðarmikil í samfélaginu en Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra bankamála ræddi málið í upphafi þingfundar í morgun. Þá fjöllum við um nýja íslenska rannsókn þar sem hugvíkkandi lyf og áhrif þeirra eru könnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×