Raiola segist ekki vera látinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2022 11:57 Raiola ásamt Zlatan en þeir hafa unnið lengi saman. vísir/getty Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Andlát Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Andlát Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira