Egilsstaðaflugvöllur – öryggisins vegna Gauti Jóhannesson skrifar 28. apríl 2022 15:30 Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Múlaþing Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun