Domino‘s kostar æfingagjöld barna hjá Leikni Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 20:33 Markmiðið er að fjölga iðkendum Leiknis um að lágmarki 50% á samningstímanum. Vísir/Hulda Margrét Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“ Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“
Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira