Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 16:38 Rosio er dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að endurgreiða systrunum þá fjárhæð sem hún er sakfelld fyrir að hafa dregið sér frá þeim. Vísir/Vilhelm Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum. Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Sjá meira
Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum.
Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Sjá meira