Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2022 21:02 Svanhildur (t.v.) og Eva Íris eru mjög spenntar fyrir helginni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend
Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent