Einkamál innviðaráðherra Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Kynþáttafordómar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun