Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira