Raiola látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 14:19 Mino Raiola er látinn. Stefano Guidi/Getty Images Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var. Fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að ítalski umboðsmaðurinn væri látinn. Ekki reyndust þær á rökum reistar á þeim tíma. Umboðsmaðurinn hafði verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann var á téðu sjúkrahúsi er greint var frá andláti hans fyrr í vikunni. Nú hefur fjölskylda Raiola tilkynnt að Raiola sé látinn. Hann var 54 ára. „Það er með ólýsanlegri sorg sem við deilum því að magnaðasti umboðsmaður allra tíma er látinn. Mino barðist allt til enda með sama styrk og hann barðist fyrir leikmenn sína. Að venju gerði Mino okkur stolt án þess að vita af því,“ segir í yfirlýsingunni. „Mino snerti líf margra með vinnu sinni og skrifaði nýjan kafla í nútímafótbolta. Nærveru hans verður ávallt saknað. Markmið Mino var að gera fótbolta að betri stað fyrir leikmenn og munum við halda því áfram.“ „Við þökkum öllum sem hafa sent stuðning á þessum erfiðum tímum og biðjum um frið fyrir fjölskyldumeðlimi og vini svo þau geti fengið að syrgja í friði. Raiola fjölskyldan,“ segir að endingu. pic.twitter.com/xuZWBNA62N— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 30, 2022 Raiola var einn þekktasti umboðsmaður heims og með fjölmargar stórstjörnur á sínum snærum. Þar má nefna leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Fótbolti Andlát Ítalía Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að ítalski umboðsmaðurinn væri látinn. Ekki reyndust þær á rökum reistar á þeim tíma. Umboðsmaðurinn hafði verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann var á téðu sjúkrahúsi er greint var frá andláti hans fyrr í vikunni. Nú hefur fjölskylda Raiola tilkynnt að Raiola sé látinn. Hann var 54 ára. „Það er með ólýsanlegri sorg sem við deilum því að magnaðasti umboðsmaður allra tíma er látinn. Mino barðist allt til enda með sama styrk og hann barðist fyrir leikmenn sína. Að venju gerði Mino okkur stolt án þess að vita af því,“ segir í yfirlýsingunni. „Mino snerti líf margra með vinnu sinni og skrifaði nýjan kafla í nútímafótbolta. Nærveru hans verður ávallt saknað. Markmið Mino var að gera fótbolta að betri stað fyrir leikmenn og munum við halda því áfram.“ „Við þökkum öllum sem hafa sent stuðning á þessum erfiðum tímum og biðjum um frið fyrir fjölskyldumeðlimi og vini svo þau geti fengið að syrgja í friði. Raiola fjölskyldan,“ segir að endingu. pic.twitter.com/xuZWBNA62N— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 30, 2022 Raiola var einn þekktasti umboðsmaður heims og með fjölmargar stórstjörnur á sínum snærum. Þar má nefna leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland.
Fótbolti Andlát Ítalía Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira