Kjósum Þorgerði – um formannskjör Félags grunnskólakennara Silja Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:30 Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun