Fólkið sem vildi ráða sér sjálft Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. maí 2022 08:30 Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vinnumarkaður Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun