Bandarískur fangi greindist með fuglaflensu Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 08:30 Fanginn smitaðist þegar hann vann við aflífun sýktra alifugla. Getty/Ruslan Sidorov Fangi í Coloradofylki í Bandaríkjunum varð á dögunum fyrsta manneskjan í Bandaríkjunum sem greinist með það afbrigði fuglaflensu sem nú geisar um landið. Versti faraldur fuglaflensu í sjö ár gengur nú yfir Bandaríkin og hafa bandarískir alifuglabændur þurft að aflífa fleiri milljónir fugla. Nú hefur H5N1 afbrigði veirunnar greinst í manni í fyrsta sinn þar í landi. Ónefndur fangi í Colorado smitaðist af veirunni þegar hann var í vinnu við að aflífa sýkta fugla á býli, að því er segir í tilkynningu Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna Þar segir jafnframt að maðurinn sé að mestu einkennalaus fyrir utan að finna fyrir þreytu. Þá sé hann sá eini af 2.500 manns, sem undirgengist hafa sýnatöku vegna útsetningar, sem greinst hefur jákvæður. Því sé ekki tilefni til að hækki viðbúnaðarmat vegna fuglaflensu. Afbrigðið útbreitt hér á landi Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um Ísland og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, segir þó að fólk þurfi ekki að hafa teljandi áhyggjur af því að smitast af veirunni. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ sagði hún í samtali við Vísi á dögunum. Bandaríkin Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24. apríl 2022 11:19 Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Versti faraldur fuglaflensu í sjö ár gengur nú yfir Bandaríkin og hafa bandarískir alifuglabændur þurft að aflífa fleiri milljónir fugla. Nú hefur H5N1 afbrigði veirunnar greinst í manni í fyrsta sinn þar í landi. Ónefndur fangi í Colorado smitaðist af veirunni þegar hann var í vinnu við að aflífa sýkta fugla á býli, að því er segir í tilkynningu Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna Þar segir jafnframt að maðurinn sé að mestu einkennalaus fyrir utan að finna fyrir þreytu. Þá sé hann sá eini af 2.500 manns, sem undirgengist hafa sýnatöku vegna útsetningar, sem greinst hefur jákvæður. Því sé ekki tilefni til að hækki viðbúnaðarmat vegna fuglaflensu. Afbrigðið útbreitt hér á landi Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um Ísland og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, segir þó að fólk þurfi ekki að hafa teljandi áhyggjur af því að smitast af veirunni. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ sagði hún í samtali við Vísi á dögunum.
Bandaríkin Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24. apríl 2022 11:19 Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32
Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24. apríl 2022 11:19
Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02