Óskar Hrafn: Mér fannst þetta öflug frammistaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 21:48 Óskar Hran Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann góðan 3-0 sigur á FH í Bestu deild karla í Kópavogi í kvöld. Sól og blíða úti og mikil stemning í fullri stúku. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega ánægður með frammistöðu síns liðs. „Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
„Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08