Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að fallið hafi verið þrír til fjórir metrar.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og voru starfsmenn Vinnueftirlitsins kallaðir til til frekari rannsóknar á vettvangi.
Í tilkynningunni segir að svo virðist sem að handrið á pallinum hafi gefið sig með þessum afleiðingum.
„Deginum áður hafði karlmaður fallið úr um 3 m hæð úr stiga við vinnu sína í nýbyggingu, einnig í Þorlákshöfn. Hann með áverka á höfði og fluttur á sjúkrahús. Vinnueftirliti gert viðvart um slysið.“