Heimurinn farinn að átta sig á að bregðast þurfi við: „Þetta gengur lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. maí 2022 20:01 Natela Menabde, sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi. Vísir/Sigurjón Sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi segir mikilvægt að Georgía fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, ekki síst í ljósi ástandsins í Úkraínu. Georgíumenn finni til með Úkraínumönnum á hátt sem aðeins þeir sem hafa lent í innrásarhernum geta gert. Ljóst sé að fleiri lönd séu í hættu takist ekki að stöðva Rússa. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er nú á landinu ásamt sendinefnd til að fagna 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Ísland var meðal þeirra fyrstu til að viðurkenna sjálfstæði Georgíu og eiga löndin margt sameiginlegt þrátt fyrir að þau séu landfræðilega mjög fjarlæg. Helsta markmiðið með komunni er að styrkja tengslin milli Íslands og Georgíu á ýmsum sviðum, þar á meðal í menningar- og efnahagsmálum. Einnig er það tilgangur fundarins að ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. „Við viljum fá stuðning og tryggja okkur atkvæði allra til stuðnings við stöðu okkar svo það verði einhver framvinda eftir fjórtán ár þar sem ekkert hefur gerst á pólitíska sviðinu,“ segir Natela Menabde, sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi. „Með hverri rödd allra landa, hvort sem þau eru stór eða lítil, fáum við meiri stuðning,“ segir hún enn fremur. Krafan er sérstaklega mikilvæg í dag í ljósi stöðunnar í Úkraínu en Rússar réðust inn í Georgíu fyrir fjórtán árum. Þannig finna Georgíumenn til með Úkraínumönnum á hátt sem fáir aðrir geta gert. „Nú held ég að við fáum einnig skilning frá þeim sem hafa ekki verið í okkar sporum og þeir sjá líka að nú gengur þetta lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur,“ segir Natela um hvernig það er að horfa á stríðið frá augum Georgíumanna. Hún segir mögulegt að ef Georgía hefði fengið aðild að NATO eða meiri stuðning fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir innrásina árið 2008, og hugsanlega innrásina í Úkraínu. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki stoppa í Úkraínu heldur gætu þeir reynt að leggja fleiri lönd undir sig. „Við vitum að það þarf að virkja mjög sterkan, sameinaðan og ákveðinn stuðning frá alþjóðasamfélaginu til að binda enda á þessar þjáningar fólksins,“ segir Natela. Rússar safna liði og halda árásum sínum áfram Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir undanfarna tvo mánuði og í dag funduðu orkumálaráðherrar Evrópusambandsins um mögulegt olíubann. Ekkert lát er þó á árásum Rússa, sérstaklega í austurhluta Úkraínu. „Óvinurinn safnar nú liði á svæðunum í kringum Zaporizhzhia, Kryvyi Rih og Mykolaiv og eykur stórskota- og loftárásir. Í héruðunum Kharkiv, Donetsk og Zaporizhzhia beita Rússar herflugvélum til að gera eldflauga- og sprengjuárásir,“ sagði Oleksandr Motuzyanyk, talsmaður varnamálaráðuneytis Úkraínu, í dag. Mariupol, sem hefur sætt linnulausum árásum er þá nánast alfarið á valdi Rússa en svokallað mannúðarhlið var í borginni í dag. Úkraínumenn saka þó Rússa um að hafa rænt íbúum. Fleiri er en þrjú þúsund óbreyttir borgarar í Úkraínu hafa fallið í árásum rússneskra hersveita frá upphafi innrásarinnar, samkvæmt upplýsingum fræa Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Talan er þó líklega töluvert hærri í ljósi þess að erfiðlega hefur reynst að fá upplýsingar um fólk á nokkrum svæðum í Úkraínu, þar á meðal Mariupol. Georgía NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Hvernig ætlar Öryggisráðið að refsa Rússum þegar Rússarnir sjálfir hafa neitunarvald?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það skorti pólitíska forystu innan alþjóðasamtaka heimsins. Hún segir að efnahagsþvinganir gegn Rússum þurfi að vera harðari. 1. maí 2022 12:04 Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. 30. apríl 2022 12:07 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er nú á landinu ásamt sendinefnd til að fagna 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Ísland var meðal þeirra fyrstu til að viðurkenna sjálfstæði Georgíu og eiga löndin margt sameiginlegt þrátt fyrir að þau séu landfræðilega mjög fjarlæg. Helsta markmiðið með komunni er að styrkja tengslin milli Íslands og Georgíu á ýmsum sviðum, þar á meðal í menningar- og efnahagsmálum. Einnig er það tilgangur fundarins að ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. „Við viljum fá stuðning og tryggja okkur atkvæði allra til stuðnings við stöðu okkar svo það verði einhver framvinda eftir fjórtán ár þar sem ekkert hefur gerst á pólitíska sviðinu,“ segir Natela Menabde, sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi. „Með hverri rödd allra landa, hvort sem þau eru stór eða lítil, fáum við meiri stuðning,“ segir hún enn fremur. Krafan er sérstaklega mikilvæg í dag í ljósi stöðunnar í Úkraínu en Rússar réðust inn í Georgíu fyrir fjórtán árum. Þannig finna Georgíumenn til með Úkraínumönnum á hátt sem fáir aðrir geta gert. „Nú held ég að við fáum einnig skilning frá þeim sem hafa ekki verið í okkar sporum og þeir sjá líka að nú gengur þetta lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur,“ segir Natela um hvernig það er að horfa á stríðið frá augum Georgíumanna. Hún segir mögulegt að ef Georgía hefði fengið aðild að NATO eða meiri stuðning fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir innrásina árið 2008, og hugsanlega innrásina í Úkraínu. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki stoppa í Úkraínu heldur gætu þeir reynt að leggja fleiri lönd undir sig. „Við vitum að það þarf að virkja mjög sterkan, sameinaðan og ákveðinn stuðning frá alþjóðasamfélaginu til að binda enda á þessar þjáningar fólksins,“ segir Natela. Rússar safna liði og halda árásum sínum áfram Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir undanfarna tvo mánuði og í dag funduðu orkumálaráðherrar Evrópusambandsins um mögulegt olíubann. Ekkert lát er þó á árásum Rússa, sérstaklega í austurhluta Úkraínu. „Óvinurinn safnar nú liði á svæðunum í kringum Zaporizhzhia, Kryvyi Rih og Mykolaiv og eykur stórskota- og loftárásir. Í héruðunum Kharkiv, Donetsk og Zaporizhzhia beita Rússar herflugvélum til að gera eldflauga- og sprengjuárásir,“ sagði Oleksandr Motuzyanyk, talsmaður varnamálaráðuneytis Úkraínu, í dag. Mariupol, sem hefur sætt linnulausum árásum er þá nánast alfarið á valdi Rússa en svokallað mannúðarhlið var í borginni í dag. Úkraínumenn saka þó Rússa um að hafa rænt íbúum. Fleiri er en þrjú þúsund óbreyttir borgarar í Úkraínu hafa fallið í árásum rússneskra hersveita frá upphafi innrásarinnar, samkvæmt upplýsingum fræa Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Talan er þó líklega töluvert hærri í ljósi þess að erfiðlega hefur reynst að fá upplýsingar um fólk á nokkrum svæðum í Úkraínu, þar á meðal Mariupol.
Georgía NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Hvernig ætlar Öryggisráðið að refsa Rússum þegar Rússarnir sjálfir hafa neitunarvald?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það skorti pólitíska forystu innan alþjóðasamtaka heimsins. Hún segir að efnahagsþvinganir gegn Rússum þurfi að vera harðari. 1. maí 2022 12:04 Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. 30. apríl 2022 12:07 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
„Hvernig ætlar Öryggisráðið að refsa Rússum þegar Rússarnir sjálfir hafa neitunarvald?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það skorti pólitíska forystu innan alþjóðasamtaka heimsins. Hún segir að efnahagsþvinganir gegn Rússum þurfi að vera harðari. 1. maí 2022 12:04
Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. 30. apríl 2022 12:07
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23