Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 21:45 Á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð byggja þeir skemmtigarð og kaffihús á rafstöðvarlóðinni og forstjórinn neitar að gefa upp kostnað við framkvæmdirnar. Arnar Halldórsson Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent