Niðurstaða viðræðna um nýja þjóðarhöll kynnt á föstudag Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2022 10:54 Mikið hefur verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Vísir/Egill Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Vísi. Hann segir að samtöl hafi staðið yfir milli ríkis og borgar síðustu daga og um síðustu helgi. Niðurstaða sé nú komin í málið. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá dagskrá næsta fundar borgarráðs sem fram fer á morgun. 29. mál á dagskrá fundarins er „Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal – trúnaðarmál - til afgreiðslu“. Næsta mál á dagskrá fundarins er svo „Þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum – til afgreiðslu“. Ekki er minnst á nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta í dagskránni, ef frá er talin „tillaga um framlag til Þjóðarleikvangs vegna markaðskönnunar og rekstrar“. Myndi nýtast börnum í Laugardal Framtíð bæði Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og einnig hvernig skuli standa að fjármögnun nýrra leikvanga. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Sömuleiðis hefur mikið verið fjallað um aðstöðuleysi ungmenna í Laugardal til að stunda íþróttir og sagði Dagur í samtali við Vísi í lok mars að hann hugðist leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef ekki næðist samkomulag við ríkið um nýja þjóðarhöll í Laugardal sem gæti þá einnig nýst til íþróttaiðkunar fyrir börn í Þrótti og Ármanni. Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Vísi. Hann segir að samtöl hafi staðið yfir milli ríkis og borgar síðustu daga og um síðustu helgi. Niðurstaða sé nú komin í málið. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá dagskrá næsta fundar borgarráðs sem fram fer á morgun. 29. mál á dagskrá fundarins er „Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal – trúnaðarmál - til afgreiðslu“. Næsta mál á dagskrá fundarins er svo „Þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum – til afgreiðslu“. Ekki er minnst á nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta í dagskránni, ef frá er talin „tillaga um framlag til Þjóðarleikvangs vegna markaðskönnunar og rekstrar“. Myndi nýtast börnum í Laugardal Framtíð bæði Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og einnig hvernig skuli standa að fjármögnun nýrra leikvanga. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Sömuleiðis hefur mikið verið fjallað um aðstöðuleysi ungmenna í Laugardal til að stunda íþróttir og sagði Dagur í samtali við Vísi í lok mars að hann hugðist leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef ekki næðist samkomulag við ríkið um nýja þjóðarhöll í Laugardal sem gæti þá einnig nýst til íþróttaiðkunar fyrir börn í Þrótti og Ármanni.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00