Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 12:24 Kristrún Frostadóttir segir það grátlegt, í ljósi hækkandi verðbólgu, að ríkisstjórnin hafi hummað fram af sér allar ábendingar um blikur á lofti. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30