Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 19:21 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir kaupmátt ekki verða tryggðan með miklum krónutöluhækkunum launa. Allir verði að sameinast um aðgerðir til að lækka verðbólguna og tryggja þannig aukinn kaupmátt. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Hækkunin mun meðal annars leiða til hækkunar húsnæðislánavaxta viðskiptabankanna og þar með greiðslubyrði heimilanna af þeim. Þegar vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum fóru vextirnir úr 4,5 prósentum í fjögur prósent í maí 2019. Þeir lækkuðu síðan hratt og urðu lægstir 0,75 prósent í nóvember 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn hafi geisað í níu mánuði. Fyrir nákvæmlega ári tóku vextirnir að hækka á ný þar til þeir voru komnir í 2,75 prósent í byrjun febrúar á þessu ári og í dag voru þeir hækkaðir um eitt prósentustig upp í 3,75 prósent. Kristján Jónsson Enn og aftur eins og undanfarin misseri spáir Seðlabankinn versnandi efnahagshorfum og þar með verðbólguhorfum. Verðbólgan eigi eftir að hækka á næsta ársfjórðungi og þar með vextirnir. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er nánast liðinn segir seðlabankastjóri að stríðið í Úkraínu valdi enn frekari verðhækkunum á hrávöru í útlöndum sem valdi verðhækkunum hér á landi. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er svartsýnn á framhaldið og bankinn spáir því að verðbólgan fari yfir átta prósentin á næsta ársfjórðungi. „Það er ástæðan fyrir því að við hækkum verðbólguspána núna. Við óttumst að á næstu mánuðum munum við sjá aukna innflutta verðbólgu sem muni hækka verðbólgustigið. Það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands eins og hækkun fasteignaverðs, verð þjónustu og fleira,“ segir Ásgeir. Það sé ekki rétt mat hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að hækkun vaxta kyndi undir verðbólgunni þótt hann skilji áhyggjur þeirra af stöðunni. Nú þurfi allir; Seðlabankinn, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins aðleggjast á eitt til að vinna gegn verðbólgunni. „Það er mjög mikilvægt að við náum að mynda stöðugan grunn fyrir kjarasamninga. Að við náum að halda áfram þeirri stefnu sem er búin er að vera, um langtíma aukningu kaupmáttar og stöðugleika. Þannig að heimilin geti reiknað með að fá aukinn kaupmátt með jöfnum og þéttum hætti. Ekki upp og niður eins og hefur alltaf verið hér,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Hækkunin mun meðal annars leiða til hækkunar húsnæðislánavaxta viðskiptabankanna og þar með greiðslubyrði heimilanna af þeim. Þegar vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum fóru vextirnir úr 4,5 prósentum í fjögur prósent í maí 2019. Þeir lækkuðu síðan hratt og urðu lægstir 0,75 prósent í nóvember 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn hafi geisað í níu mánuði. Fyrir nákvæmlega ári tóku vextirnir að hækka á ný þar til þeir voru komnir í 2,75 prósent í byrjun febrúar á þessu ári og í dag voru þeir hækkaðir um eitt prósentustig upp í 3,75 prósent. Kristján Jónsson Enn og aftur eins og undanfarin misseri spáir Seðlabankinn versnandi efnahagshorfum og þar með verðbólguhorfum. Verðbólgan eigi eftir að hækka á næsta ársfjórðungi og þar með vextirnir. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er nánast liðinn segir seðlabankastjóri að stríðið í Úkraínu valdi enn frekari verðhækkunum á hrávöru í útlöndum sem valdi verðhækkunum hér á landi. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er svartsýnn á framhaldið og bankinn spáir því að verðbólgan fari yfir átta prósentin á næsta ársfjórðungi. „Það er ástæðan fyrir því að við hækkum verðbólguspána núna. Við óttumst að á næstu mánuðum munum við sjá aukna innflutta verðbólgu sem muni hækka verðbólgustigið. Það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands eins og hækkun fasteignaverðs, verð þjónustu og fleira,“ segir Ásgeir. Það sé ekki rétt mat hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að hækkun vaxta kyndi undir verðbólgunni þótt hann skilji áhyggjur þeirra af stöðunni. Nú þurfi allir; Seðlabankinn, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins aðleggjast á eitt til að vinna gegn verðbólgunni. „Það er mjög mikilvægt að við náum að mynda stöðugan grunn fyrir kjarasamninga. Að við náum að halda áfram þeirri stefnu sem er búin er að vera, um langtíma aukningu kaupmáttar og stöðugleika. Þannig að heimilin geti reiknað með að fá aukinn kaupmátt með jöfnum og þéttum hætti. Ekki upp og niður eins og hefur alltaf verið hér,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Sjá meira
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28