„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 21:38 Úr dómsal þegar aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni stóð yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum