Þór Sigurgeirsson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins en hann er sonur Sigurgeirs Sigurðssonar sem var bæjarstjóri á Nesinu frá 1962 til 2002 eða í fjörtíu ár. Guðmundur Ari Sigurjónsson oddviti Samfylkingarinnar og óháðra mætir í þáttinn ásamt Karli Pétri Jónssyni oddvita Framtíðarinnar.
Seltjarnarnesbær sker sig úr öðrum bæjarfélögum fyrir margra hluta sakmir. Bærinn nýtur nálægðarinnar við Reykjavík og yfirvöld bæjarins hafa kappkostað að hafa útsvarsprósentuna með því lægsta sem þekkist í landinu. Skuldir bæjarins hafa hins vegar aukist hratt á undanförnum sex árum.
Pallborðið er í beinni útsendingu og hefst klukkan 14:00.