Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:58 Gísli Jökull Gíslason er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/sigurjón Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi. Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull. Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull.
Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira