Óhagnaðardrifin ævintýraheimur Ómar Már Jónsson skrifar 5. maí 2022 16:16 Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar