Lyfjafræðingur sem vann tímabundið hjá Landlæknisembættinu hefur kært embættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að ljúga upp hana. Hún sé sökuð um að rjúfa þagnarskyldu þegar hún benti á alvarlegar villur í lyfjagagnagrunni.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist styðja áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri á meðan ekki finnist annar jafn góður kostur. Oddviti Miðflokksins segir flokkinn einan um að standa vörð um flugvöllinn.
Við greinum frá uppbyggingu á Blikastaðalandinu í Mosfellsbæ þar sem stefnt er á byggð fyrir að minnsta kosti 3.600 íbúa á næstu árum sem tengist borgarlínu og gangandi vegfarendur verða í fyrirrúmi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.