Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 10:50 Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari sem rak málið gegn Zuism-bræðrum, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað en vill ekki tjá sig efnislega um niðurstöðu héraðsdóms. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins þrátt fyrir að rétt tæpur mánuður sé síðan hann var kveðinn upp. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru ákærðir fyrir að svíkja hátt í 85 milljónir króna út úr ríkinu í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag sem uppfyllti skilyrði laga um slík félög. Þeir voru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti á fjármununum. Auk bræðranna var trúfélagið Zuism sjálft, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Bræðurnir millifærðu meðal annars stóran hluta fjármuna Zuism á félagið EAF sem þeir létu Zuism síðar kaupa af öðru félagi Einars. Sýknudómurinn þýddi að bræðurnir og félög þeirra þurftu ekki að sæta upptöku á tugmilljón króna eignum. Ágúst Arnar Ágústsson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi hélt saksóknari því fram að svo virtist sem að Ágúst Arnar hafi fjármagnað persónulega neyslu sína með sóknargjöldum sem Zuism fékk frá ríkinu. Í ákæru kom fram að bræðurnir hefðu meðal eytt milljónum af sóknargjöldunum á veitingahúsum, í áfengi og ferðalög. Ágúst Arnar svaraði litlu um ráðstöfun fjármunanna við aðalmeðferð málsins. Einar bróðir hans hélt því hins vegar fram að hann væri trúaður á kennisetningar fornsúmera og að hann sæi fyrir sér að reka trúfélagið áfram í framtíðinni, fengi það það að starfa óáreitt. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism frá því í byrjun árs 2019. Vísar embætti til verulegs vafa um hvort að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum félagsins og hvort það uppfylli skilyrði laga. Uppfært 11:30 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að héraðssaksóknari hefði áfrýjað dómnum til Landsréttar. Það rétt er að ríkissaksóknari tekur ákvörðun um áfrýjun. Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8. apríl 2022 15:04 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað en vill ekki tjá sig efnislega um niðurstöðu héraðsdóms. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins þrátt fyrir að rétt tæpur mánuður sé síðan hann var kveðinn upp. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru ákærðir fyrir að svíkja hátt í 85 milljónir króna út úr ríkinu í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag sem uppfyllti skilyrði laga um slík félög. Þeir voru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti á fjármununum. Auk bræðranna var trúfélagið Zuism sjálft, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Bræðurnir millifærðu meðal annars stóran hluta fjármuna Zuism á félagið EAF sem þeir létu Zuism síðar kaupa af öðru félagi Einars. Sýknudómurinn þýddi að bræðurnir og félög þeirra þurftu ekki að sæta upptöku á tugmilljón króna eignum. Ágúst Arnar Ágústsson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi hélt saksóknari því fram að svo virtist sem að Ágúst Arnar hafi fjármagnað persónulega neyslu sína með sóknargjöldum sem Zuism fékk frá ríkinu. Í ákæru kom fram að bræðurnir hefðu meðal eytt milljónum af sóknargjöldunum á veitingahúsum, í áfengi og ferðalög. Ágúst Arnar svaraði litlu um ráðstöfun fjármunanna við aðalmeðferð málsins. Einar bróðir hans hélt því hins vegar fram að hann væri trúaður á kennisetningar fornsúmera og að hann sæi fyrir sér að reka trúfélagið áfram í framtíðinni, fengi það það að starfa óáreitt. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism frá því í byrjun árs 2019. Vísar embætti til verulegs vafa um hvort að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum félagsins og hvort það uppfylli skilyrði laga. Uppfært 11:30 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að héraðssaksóknari hefði áfrýjað dómnum til Landsréttar. Það rétt er að ríkissaksóknari tekur ákvörðun um áfrýjun.
Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8. apríl 2022 15:04 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42
Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8. apríl 2022 15:04
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent