Loftslagsbreytingar ógna tilvist keisaramörgæsarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 13:36 Keisaramörgæsapar með unga sínum við Weddel-haf á Suðurskautslandinu. Vísir/Getty Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsartegund á jörðinni, er í bráðri hættu á að deyja út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum vegna loftslagsbreytinga. Stofnun hefur þegar orðið fyrir miklum áföllum vegna hops hafíssins við Suðurskautslandið. Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á. Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á.
Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44