Ákvarðanir Seðlabankans eru meginástæða húsnæðiskreppunnar Þórarinn Hjartarson skrifar 7. maí 2022 13:30 Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Húsnæðismál Þórarinn Hjartarson Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun