Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:40 Erla Sigríður er nýskipaður skólameistari Flensborgarskóla en óhætt er að segja að skipan hennar hafi reynst umdeild innan skólans. stjr Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira