Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 17:22 Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft var sérstaklega til aðgerða til að verja stöðu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, eldra fólks, leigjenda og barnafjölskyldna. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðirnar ekki fela mikið meira í sér en einfalda verðbólguleiðréttingu á kjörum þessara hópa. Vísir Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24