Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar en flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. Við ræðum við formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna í fréttatímanum.
Viðbragðsaðilar vinna enn að því að leita að fólki í rústum skólabyggingar í þorpinu Bilogorivka eftir að Rússar sprengdu skólann í nótt. Ríkisstjóri Luhansk segir að níutíu manns hafi falið sig í byggingunni um nokkurt skeið og er óttast að sextíu þeirra séu látnir. Mikið var um óvæntar heimsóknir til Úkraínu í dag.
Útilokað er að aftur verði mynduð samstjórn allra flokka sem nú eru í bæjarstjórn Akureyrar, eftir kosningarnar um næsti helgi. Fulltrúar flokkanna slá það alveg út af borðinu. Við ræðum við frambjóðendur í fréttatímanum.
Þá kíkjum við á Hönnunarmars, en hátíðinni lýkur í dag eftir litríka viku í Reykjavík og heyrum Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands þenja raddböndin í fréttaskýringarþættinum 60 minutes. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.