Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 12:15 Sólveig Anna segir að nú stefni í algjört neyðarástand á leigumarkaði. Stjórnvöld hafi látið undir höfuð leggjast að bregðast við þeirri vá. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu. Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira