Sorpa og Reykjavíkurborg undirrita makaskiptasamning Bjarki Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 17:47 Frá vinstri: Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá SORPU bs., Dagur. B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU bs. og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður SORPU bs. við undirritun samningsins í dag. Reykjavíkurborg Tveir samningar voru undirritaðir í dag, annars vegar um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu við Ártúnshöfða. Hins vegar var undirritaður samningur um makaskiptasamning á lóðum milli Reykjavíkurborgar og SORPU bs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa og Karl Þráinsson f.h. Lifandi landslags ehf. undirrituðu í dag samning um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu á lóð við Ártúnshöfða. Umhverfisvæna byggingingin er hluti af verkefninu Re-Inventing Cities á vegum C40, en það eru samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni C40 samtakanna og Reykjavíkurborgar um sjálfbæra uppbyggingu á vannýttu borgarsvæði. Tillagan Lifandi landslag varð hlutskörpust en þar að baki standa T.ark, Jakob+Macfarlane arkitektar í París, Landslag, Efla, EOC verkfræðistofa í París og CNRS í París. Samkvæmt tillögunni er Lifandi landslag hringlaga bygging með blandaðri byggð íbúða, stúdentagarða, þjónustu og athafnarýma, í samspili náttúru og borgar. Stærsta timburbygging á Íslandi Samkvæmt tillögunni á að nota lágkolefnabyggingarefni, þ.m.t. timbur, til þess að draga úr kolefnisspori og stuðla að hringrásarhagkerfi þannig að úrgangur verði minni en ella. Lifandi landslag er kolefnislaus bygging sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og skýlir staðbundnu vistkerfi og verður stærsta timburbygging á Íslandi. Græn svæði þekja 75% af lóðinni, þar á meðal græn þök og stór garður í miðjunni. Hringlaga bygging Með uppbyggingunni við Elliðaárvog-Ártúnshöfða er verið að breyta iðnaðarsvæði í nýjan umhverfisvænan þéttbýliskjarna. Byggingin er hringlaga og í miðjunni er garður sem er hannaður sem staðbundið vistkerfi og mun taka mið af náttúrunni í kring. Verkefnið mun skapa nýtt vistkerfi í fallegri náttúru Elliðaárinnar og verður í nálægð við Borgarlínuna Makaskipti á lóð Þá undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. makaskiptasamning um lóðir í Reykjavík. SORPA bs. framselur lóðina að Sævarhöfða 21 til Reykjavíkurborgar en um er að ræða 9000 fermetra leigulóð. Reykjavík framselur til SORPU bs. lóðinni Lambhagavegi 14 í Grafarvogi sem er ríflega 11000 fermetrar að stærð. SORPA bs. hefur hug á að byggja atvinnuhúsnæði undir starfsemi endurvinnslustöðvar á lóðinni. Reykjavík Borgarstjórn Sorpa Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa og Karl Þráinsson f.h. Lifandi landslags ehf. undirrituðu í dag samning um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu á lóð við Ártúnshöfða. Umhverfisvæna byggingingin er hluti af verkefninu Re-Inventing Cities á vegum C40, en það eru samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni C40 samtakanna og Reykjavíkurborgar um sjálfbæra uppbyggingu á vannýttu borgarsvæði. Tillagan Lifandi landslag varð hlutskörpust en þar að baki standa T.ark, Jakob+Macfarlane arkitektar í París, Landslag, Efla, EOC verkfræðistofa í París og CNRS í París. Samkvæmt tillögunni er Lifandi landslag hringlaga bygging með blandaðri byggð íbúða, stúdentagarða, þjónustu og athafnarýma, í samspili náttúru og borgar. Stærsta timburbygging á Íslandi Samkvæmt tillögunni á að nota lágkolefnabyggingarefni, þ.m.t. timbur, til þess að draga úr kolefnisspori og stuðla að hringrásarhagkerfi þannig að úrgangur verði minni en ella. Lifandi landslag er kolefnislaus bygging sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og skýlir staðbundnu vistkerfi og verður stærsta timburbygging á Íslandi. Græn svæði þekja 75% af lóðinni, þar á meðal græn þök og stór garður í miðjunni. Hringlaga bygging Með uppbyggingunni við Elliðaárvog-Ártúnshöfða er verið að breyta iðnaðarsvæði í nýjan umhverfisvænan þéttbýliskjarna. Byggingin er hringlaga og í miðjunni er garður sem er hannaður sem staðbundið vistkerfi og mun taka mið af náttúrunni í kring. Verkefnið mun skapa nýtt vistkerfi í fallegri náttúru Elliðaárinnar og verður í nálægð við Borgarlínuna Makaskipti á lóð Þá undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. makaskiptasamning um lóðir í Reykjavík. SORPA bs. framselur lóðina að Sævarhöfða 21 til Reykjavíkurborgar en um er að ræða 9000 fermetra leigulóð. Reykjavík framselur til SORPU bs. lóðinni Lambhagavegi 14 í Grafarvogi sem er ríflega 11000 fermetrar að stærð. SORPA bs. hefur hug á að byggja atvinnuhúsnæði undir starfsemi endurvinnslustöðvar á lóðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Sorpa Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira