„Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2022 09:00 Björk og foreldrar hennar, Helena Unnarsdóttir og Lárus Karl Ingason. Skjáskot Foreldrar Bjarkar Lárusdóttur fylgdu henni út til Tælands í kynleiðréttingaraðgerð í apríl síðastliðnum, eftir að hafa fengið veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Þau hafa stutt dóttur sína frá fyrsta degi og lýsa Tælandsferðinni sem ævintýri, þar sem bæði féllu saknaðar- og gleðitár. Fjallað var um mál Bjarkar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en nánar var rætt við hana, og foreldra henna einnig, í Íslandi í dag eftir fréttir. Björk sagði þar frá því að henni hafi ekki verið úthlutað réttu líffræðilegu kyni við fæðingu og því nýlega hafið kynleiðréttingarferli. „Það var bæði bara mjög frelsandi fyrir mig en á sama tíma mjög erfitt. Það var erfitt að mæta raunveruleikanum og mótlæti og öðru. En ég vissi alveg frá degi eitt að ég vildi fara í aðgerð. Vegna þess að ég var ekki ánægð með minn úthlutaða líkama,“ segir Björk. Viðtalið við Björk og foreldra hennar, Helenu Unnarsdóttur og Lárus Karl Ingason, í Íslandi í dag má horfa á í heild hér fyrir neðan. Sýnt er frá ferðalagi þeirra til Tælands, sjúkrahúsdvölinni, aðdraganda aðgerðarinnar og bataferli Bjarkar. Hefði fuðrað upp Transfólk fer alls ekki allt í kynleiðréttingaraðgerð á kynfærum - en fyrir Björk var aðgerð, gerð legganga, það eina í stöðunni. Björk og foreldrar hennar lýsa árinu í fyrra, þegar hún var vissulega komin út úr skápnum en líkaminn passaði henni ekki enn þá, sem versta ári í lífi þeirra allra. Björk leiddist út í neyslu og varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi. Á sama tíma hafði meðaltalsbiðtími þeirra sem gengist höfðu undir kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala nær fimmfaldast í kórónuveirufaraldrinum. Björk lýsir því að hún hafi beinlínis verið í lífshættu, svo hætt komin var hún andlega, þegar hún stóð frammi fyrir um þriggja ára bið eftir slíkri aðgerð hér heima. Þetta eru aðgerðir sem bjarga lífum? „Já. Þetta gerði það. Þetta bjargaði lífi mínu. Hefði ég ekki komist í svona aðgerð, þá hefði ég bara einhvern veginn... fuðrað upp.“ Fjölskyldan ákvað að gera ævintýri úr ferðalaginu.úr einkasafni Höfðu ekki val um neitt annað en stuðning Vinkona Bjarkar er tælensk og hafði milligöngu um að kanna möguleika á aðgerð úti í Tælandi, þar sem löng hefð hefur myndast fyrir kynleiðréttingaraðgerðum. Innan skamms voru Björk og foreldrar hennar komin í samband við lækna á Kamol Cosmetic-sjúkrahúsinu í Bangkok. Fyrsti fjarfundur var haldinn í febrúar síðastliðnum og fjölskyldan flaug út 1. apríl. Björk gekkst svo undir hina langþráðu aðgerð þremur dögum síðar. Foreldrar Bjarkar. Helena Unnarsdóttir og Lárus Karl Ingason, fylgdu henni til Tælands í aðgerðina og voru með henni á sjúkrahóteli bróðurpart dvalarinnar - að undanskildum nokkrum huggulegum dögum í Phuket. Björk þykir ákaflega vænt um þessa mynd sem tekin var skömmu eftir að hún vaknaði af aðgerðinni.úr einkasafni Bæði Björk og Helena skrásettu ferðina skilmerkilega á samfélagsmiðlum - og Lárus greip í GoPro-myndavélina við hvert tækifæri. Hjónin segjast aldrei hafa verið í vafa um að styðja Björk alla leið. Í fyrstu hafi þeim þó þótt það svolítið galin hugmynd að fara út í aðgerð með svo skömmum fyrirvara. „Þannig að við vorum eitthvað, já við skulum skoða þetta, kannski seinna á árinu. En það var ekki alveg inni í hennar orðabók. En svo ræddum við þetta hjónin saman og við vorum bara sammála um það að við hefðum ekki val. Við vildum bjarga lífi dóttur okkar. Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son. Og þegar maður setur þetta svona upp þá er ekkert val. Og við hefðum gert þetta fyrir öll börnin okkar, ef það væri svona lífsbjargandi aðgerð. Þá myndum við gera það,“ segir Helena. Ekki stóra málið að bæta við láni Björk skyldi í aðgerð - og þá skipti ekki máli að ekki fengist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta er ekki bara dregið upp úr vasanum, allavega ekki á þessu heimili. Bara aðgerðin kostaði 2,6 milljónir. Svo kemur ferðakostnaður og uppihald og annað þannig að þetta fer yfir þrjár milljónir. En við fengum smá stuðning frá öfum og ömmum og við vorum svo blessunarlega heppin að eiga smá laust veð í þessu húsi þannig að við gátum bætt við allavega aðgerðinni á húsið. Og það er ekki stóra málið, að bæta við smáláni í stóru hítina. Heldur bjarga lífi hennar. Því það var það sem þetta snerist um,“ segir Lárus. Björk ásamt Kamol lækni á samnefndu sjúkrahúsi í Bangkok, þar sem aðgerðin var framkvæmd.úr einkasafni „Við hefðum getað verið að hugsa það líka: Já, við skulum sjá til í haust. En eins og þær sögðu áðan. Það er ekki víst að það hefði verið neitt haust. Því síðasta ár var ansi mikill rússíbani, eftir að hún kom út og sagðist vera transstelpa. Þetta eru náttúrulega hlutir sem við vissum frá degi eitt, að hún væri ekki strákur, hún væri stelpa.“ Ljúfsárt að kveðja Helena ítrekar að þau foreldrarnir hafi ákveðið frá byrjun að standa við bakið á dóttur sinni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið ákveðið sjokk þegar þetta kemur fram, að hún sé trans og þó svo að við höfum vitað það innst inni þá ákváðum við að styðja við bakið á henni eins og við höfum alltaf gert. Og þegar kemur að þessari ferð þá ákváðum við bara að við værum að fara í svolítið ævintýri. Við værum að fara bara til þess að bjarga henni. Við ætluðum að gera þetta að fallegu og skemmtilegu ævintýri,“ segir Helena. Björk í essinu sínu.úr einkasafni „Þetta var auðvitað tilfinningarússíbani, það var rosa skrýtið að horfa á eftir henni inn aðgerðaganginn. Og vita það að hún væri að fara í sjö tíma aðgerð og kveðja strákinn okkar endanlega. Það var rosalega mikill tilfinningarússíbani. Þannig að það féllu alveg tár þarna úti, en það voru líka bara svolítið gleðitár.“ En rétt rúm vika er nú síðan Björk kom heim frá Tælandi. Og hún var ekkert að tvínóna við hlutina; mætti aftur til vinnu á þriðja degi frá heimkomu. Og hvernig er þér búið að líða? „Bara ógeðslega vel. Þetta er eiginlega ótrúlegt en satt hvað ein svona aðgerð gat tekið aðalvandamálin í burtu. Og ég bara brosi hringinn þegar ég tala um þetta. Þetta gaf mér líf. Líf mitt er einhvern veginn fyrst að byrja núna,“ segir Björk. Málefni trans fólks Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ísland í dag Tengdar fréttir Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. 10. maí 2022 21:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Fjallað var um mál Bjarkar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en nánar var rætt við hana, og foreldra henna einnig, í Íslandi í dag eftir fréttir. Björk sagði þar frá því að henni hafi ekki verið úthlutað réttu líffræðilegu kyni við fæðingu og því nýlega hafið kynleiðréttingarferli. „Það var bæði bara mjög frelsandi fyrir mig en á sama tíma mjög erfitt. Það var erfitt að mæta raunveruleikanum og mótlæti og öðru. En ég vissi alveg frá degi eitt að ég vildi fara í aðgerð. Vegna þess að ég var ekki ánægð með minn úthlutaða líkama,“ segir Björk. Viðtalið við Björk og foreldra hennar, Helenu Unnarsdóttur og Lárus Karl Ingason, í Íslandi í dag má horfa á í heild hér fyrir neðan. Sýnt er frá ferðalagi þeirra til Tælands, sjúkrahúsdvölinni, aðdraganda aðgerðarinnar og bataferli Bjarkar. Hefði fuðrað upp Transfólk fer alls ekki allt í kynleiðréttingaraðgerð á kynfærum - en fyrir Björk var aðgerð, gerð legganga, það eina í stöðunni. Björk og foreldrar hennar lýsa árinu í fyrra, þegar hún var vissulega komin út úr skápnum en líkaminn passaði henni ekki enn þá, sem versta ári í lífi þeirra allra. Björk leiddist út í neyslu og varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi. Á sama tíma hafði meðaltalsbiðtími þeirra sem gengist höfðu undir kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala nær fimmfaldast í kórónuveirufaraldrinum. Björk lýsir því að hún hafi beinlínis verið í lífshættu, svo hætt komin var hún andlega, þegar hún stóð frammi fyrir um þriggja ára bið eftir slíkri aðgerð hér heima. Þetta eru aðgerðir sem bjarga lífum? „Já. Þetta gerði það. Þetta bjargaði lífi mínu. Hefði ég ekki komist í svona aðgerð, þá hefði ég bara einhvern veginn... fuðrað upp.“ Fjölskyldan ákvað að gera ævintýri úr ferðalaginu.úr einkasafni Höfðu ekki val um neitt annað en stuðning Vinkona Bjarkar er tælensk og hafði milligöngu um að kanna möguleika á aðgerð úti í Tælandi, þar sem löng hefð hefur myndast fyrir kynleiðréttingaraðgerðum. Innan skamms voru Björk og foreldrar hennar komin í samband við lækna á Kamol Cosmetic-sjúkrahúsinu í Bangkok. Fyrsti fjarfundur var haldinn í febrúar síðastliðnum og fjölskyldan flaug út 1. apríl. Björk gekkst svo undir hina langþráðu aðgerð þremur dögum síðar. Foreldrar Bjarkar. Helena Unnarsdóttir og Lárus Karl Ingason, fylgdu henni til Tælands í aðgerðina og voru með henni á sjúkrahóteli bróðurpart dvalarinnar - að undanskildum nokkrum huggulegum dögum í Phuket. Björk þykir ákaflega vænt um þessa mynd sem tekin var skömmu eftir að hún vaknaði af aðgerðinni.úr einkasafni Bæði Björk og Helena skrásettu ferðina skilmerkilega á samfélagsmiðlum - og Lárus greip í GoPro-myndavélina við hvert tækifæri. Hjónin segjast aldrei hafa verið í vafa um að styðja Björk alla leið. Í fyrstu hafi þeim þó þótt það svolítið galin hugmynd að fara út í aðgerð með svo skömmum fyrirvara. „Þannig að við vorum eitthvað, já við skulum skoða þetta, kannski seinna á árinu. En það var ekki alveg inni í hennar orðabók. En svo ræddum við þetta hjónin saman og við vorum bara sammála um það að við hefðum ekki val. Við vildum bjarga lífi dóttur okkar. Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son. Og þegar maður setur þetta svona upp þá er ekkert val. Og við hefðum gert þetta fyrir öll börnin okkar, ef það væri svona lífsbjargandi aðgerð. Þá myndum við gera það,“ segir Helena. Ekki stóra málið að bæta við láni Björk skyldi í aðgerð - og þá skipti ekki máli að ekki fengist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta er ekki bara dregið upp úr vasanum, allavega ekki á þessu heimili. Bara aðgerðin kostaði 2,6 milljónir. Svo kemur ferðakostnaður og uppihald og annað þannig að þetta fer yfir þrjár milljónir. En við fengum smá stuðning frá öfum og ömmum og við vorum svo blessunarlega heppin að eiga smá laust veð í þessu húsi þannig að við gátum bætt við allavega aðgerðinni á húsið. Og það er ekki stóra málið, að bæta við smáláni í stóru hítina. Heldur bjarga lífi hennar. Því það var það sem þetta snerist um,“ segir Lárus. Björk ásamt Kamol lækni á samnefndu sjúkrahúsi í Bangkok, þar sem aðgerðin var framkvæmd.úr einkasafni „Við hefðum getað verið að hugsa það líka: Já, við skulum sjá til í haust. En eins og þær sögðu áðan. Það er ekki víst að það hefði verið neitt haust. Því síðasta ár var ansi mikill rússíbani, eftir að hún kom út og sagðist vera transstelpa. Þetta eru náttúrulega hlutir sem við vissum frá degi eitt, að hún væri ekki strákur, hún væri stelpa.“ Ljúfsárt að kveðja Helena ítrekar að þau foreldrarnir hafi ákveðið frá byrjun að standa við bakið á dóttur sinni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið ákveðið sjokk þegar þetta kemur fram, að hún sé trans og þó svo að við höfum vitað það innst inni þá ákváðum við að styðja við bakið á henni eins og við höfum alltaf gert. Og þegar kemur að þessari ferð þá ákváðum við bara að við værum að fara í svolítið ævintýri. Við værum að fara bara til þess að bjarga henni. Við ætluðum að gera þetta að fallegu og skemmtilegu ævintýri,“ segir Helena. Björk í essinu sínu.úr einkasafni „Þetta var auðvitað tilfinningarússíbani, það var rosa skrýtið að horfa á eftir henni inn aðgerðaganginn. Og vita það að hún væri að fara í sjö tíma aðgerð og kveðja strákinn okkar endanlega. Það var rosalega mikill tilfinningarússíbani. Þannig að það féllu alveg tár þarna úti, en það voru líka bara svolítið gleðitár.“ En rétt rúm vika er nú síðan Björk kom heim frá Tælandi. Og hún var ekkert að tvínóna við hlutina; mætti aftur til vinnu á þriðja degi frá heimkomu. Og hvernig er þér búið að líða? „Bara ógeðslega vel. Þetta er eiginlega ótrúlegt en satt hvað ein svona aðgerð gat tekið aðalvandamálin í burtu. Og ég bara brosi hringinn þegar ég tala um þetta. Þetta gaf mér líf. Líf mitt er einhvern veginn fyrst að byrja núna,“ segir Björk.
Málefni trans fólks Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ísland í dag Tengdar fréttir Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. 10. maí 2022 21:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. 10. maí 2022 21:00