Hilary Duff sátt í eigin skinni á forsíðu Women's Health Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. maí 2022 18:11 Leikkonan og þriggja barna móðirin Hilary Duff fagnar líkama sínum á forsíðu maí tölublaðs tímaritsins Women's Health. Women's Health/DANIELLA MIDENGE Leikkonan Hilary Duff situr fyrir nakin á forsíðu maí tölublaðs tímaritsins Women's Health. Hún fagnar líkama sínum og segist vera sérstaklega þakklát honum fyrir að hafa gengið með börnin hennar þrjú. Hilary Duff gerði garðinn frægan í hlutverki táningsstúlkunnar Lizzie McGuire á Disney sjónvarpsstöðinni árin 2001-2004. Hún varð fljótt ein vinsælasta barnastjarna í heimi og lék í fjölmörgum vinsælum unglingamyndum. Árið 2019 var svo tilkynnt að til stæði að gera nýja þáttaröð um Lizzie McGuire. En vegna ágreinings á milli Duff og Disney var hætt við þau áform. Að mati Duff átti Disney erfitt með að leyfa McGuire að fullorðnast. „Hún á bara að vera 30 ára kona að gera fullorðinslega hluti. Hún hefði ekkert þurft að vera að reykja bong og eiga stöðugt einnar nætur gaman, en þetta hefði þurft að vera raunverulegt,“ segir Duff í forsíðuviðtali Women's Health. Hilary Duff er þakklát líkama sínum.Women's Health/DANIELLA MIDENGE Glímdi við átröskun sem unglingur Því fylgdi mikil útlitsleg pressa að vera barnastjarna og glímdi Duff meðal annars við átröskun á sínum unglingsárum. „Í mínu starfi þá hugsa ég ósjálfrátt: Nú er ég fyrir framan myndavélina og leikkonur eru grannar.“ Hún segist hafa eytt mörgum árum í það að reyna passa inn í staðalímynd Hollywood. Í dag er hún hins vegar með aðrar áherslur og skiptir andleg líðan hana mestu máli. Hún leggur mikla áherslu á það að mæta til sálfræðings og segist hún hafa sett sér það markmið að mæta í hvern einasta tíma þangað til hún byrjar í tökum á þáttunum How I Met Your Father í júní. „Við vinnum af okkur rassgatið til þess að koma líkamanum í form og líta sem best út. Við förum í andlitssnyrtingu, Botox, klippingu og strípur, augabrúnir og augnháralyftingu og allt þetta rugl. En ég vil vinna í mér að innan. Það er mikilvægasti hlutinn af okkur.“ Æfir fjórum sinnum í viku Hún vinnur þó einnig í líkama sínum og æfir hún fjóra daga vikunnar hjá þjálfaranum Dominic Leeder. Hún segir Bosu jafnvægisbolta vera í sérstöku uppáhaldi. Á hvíldardögum fer hún svo í göngutúra eða spilar tennis. „Ég er stolt af líkamanum mínum. Ég er stolt af honum fyrir að hafa gengið með þrjú börn fyrir mig. Ég hef tekið í sátt þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum.“ Duff sem er 34 ára gömul á þau Banks, þriggja ára, og Mae, eins árs, með eiginmanni sínum Matthew Koma. Þá á hún einnig soninn Luca, tíu ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum. View this post on Instagram A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff) Bendir á að líkaminn hafi verið farðaður og uppstilltur Í dag segist Duff vera sátt í eigin skinni, hún hafi komist á þann stað eftir að hún eignaðist annað barnið sitt. „Ég vissi ekki hvort ég fengi tækifæri til þess að eignast annað barn. Þannig að það að verða mamma aftur var mjög valdeflandi fyrir mig,“ en Duff er með orðið Mother húðflúrað á sig. Duff er óneitanlega stórglæsileg í myndatökunni fyrir tímaritið og hefur hún sjaldan litið betur út. Hún bendir fólki þó á að á myndunum sé henni stillt upp þannig að líkami hennar líti sem best út. Þá hafi förðunarfræðingur verið á settinu sem sá til þess að líkami hennar ljómaði á öllum réttu stöðunum. „Ég hló mikið á meðan ég var að pósa í þessum stellingum án þess að vera í uppháu gallabuxunum og víðu peysunni sem ég er í venjulega,“ skrifar Duff um myndatökuna á Instagram-síðu sinni. Hin 34 ára gamla leikkona Hilary Duff hefur sjaldan litið betur út.Women's Health/DANIELLA MIDENGE Hollywood Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hilary Duff bauð í heimsókn Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra. 24. september 2020 16:31 Hilary Duff snýr aftur sem Lizzie McGuire Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire í framhaldsmynd vinsælu Disney þáttaraðarinnar. 23. ágúst 2019 23:37 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Hilary Duff gerði garðinn frægan í hlutverki táningsstúlkunnar Lizzie McGuire á Disney sjónvarpsstöðinni árin 2001-2004. Hún varð fljótt ein vinsælasta barnastjarna í heimi og lék í fjölmörgum vinsælum unglingamyndum. Árið 2019 var svo tilkynnt að til stæði að gera nýja þáttaröð um Lizzie McGuire. En vegna ágreinings á milli Duff og Disney var hætt við þau áform. Að mati Duff átti Disney erfitt með að leyfa McGuire að fullorðnast. „Hún á bara að vera 30 ára kona að gera fullorðinslega hluti. Hún hefði ekkert þurft að vera að reykja bong og eiga stöðugt einnar nætur gaman, en þetta hefði þurft að vera raunverulegt,“ segir Duff í forsíðuviðtali Women's Health. Hilary Duff er þakklát líkama sínum.Women's Health/DANIELLA MIDENGE Glímdi við átröskun sem unglingur Því fylgdi mikil útlitsleg pressa að vera barnastjarna og glímdi Duff meðal annars við átröskun á sínum unglingsárum. „Í mínu starfi þá hugsa ég ósjálfrátt: Nú er ég fyrir framan myndavélina og leikkonur eru grannar.“ Hún segist hafa eytt mörgum árum í það að reyna passa inn í staðalímynd Hollywood. Í dag er hún hins vegar með aðrar áherslur og skiptir andleg líðan hana mestu máli. Hún leggur mikla áherslu á það að mæta til sálfræðings og segist hún hafa sett sér það markmið að mæta í hvern einasta tíma þangað til hún byrjar í tökum á þáttunum How I Met Your Father í júní. „Við vinnum af okkur rassgatið til þess að koma líkamanum í form og líta sem best út. Við förum í andlitssnyrtingu, Botox, klippingu og strípur, augabrúnir og augnháralyftingu og allt þetta rugl. En ég vil vinna í mér að innan. Það er mikilvægasti hlutinn af okkur.“ Æfir fjórum sinnum í viku Hún vinnur þó einnig í líkama sínum og æfir hún fjóra daga vikunnar hjá þjálfaranum Dominic Leeder. Hún segir Bosu jafnvægisbolta vera í sérstöku uppáhaldi. Á hvíldardögum fer hún svo í göngutúra eða spilar tennis. „Ég er stolt af líkamanum mínum. Ég er stolt af honum fyrir að hafa gengið með þrjú börn fyrir mig. Ég hef tekið í sátt þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum.“ Duff sem er 34 ára gömul á þau Banks, þriggja ára, og Mae, eins árs, með eiginmanni sínum Matthew Koma. Þá á hún einnig soninn Luca, tíu ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum. View this post on Instagram A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff) Bendir á að líkaminn hafi verið farðaður og uppstilltur Í dag segist Duff vera sátt í eigin skinni, hún hafi komist á þann stað eftir að hún eignaðist annað barnið sitt. „Ég vissi ekki hvort ég fengi tækifæri til þess að eignast annað barn. Þannig að það að verða mamma aftur var mjög valdeflandi fyrir mig,“ en Duff er með orðið Mother húðflúrað á sig. Duff er óneitanlega stórglæsileg í myndatökunni fyrir tímaritið og hefur hún sjaldan litið betur út. Hún bendir fólki þó á að á myndunum sé henni stillt upp þannig að líkami hennar líti sem best út. Þá hafi förðunarfræðingur verið á settinu sem sá til þess að líkami hennar ljómaði á öllum réttu stöðunum. „Ég hló mikið á meðan ég var að pósa í þessum stellingum án þess að vera í uppháu gallabuxunum og víðu peysunni sem ég er í venjulega,“ skrifar Duff um myndatökuna á Instagram-síðu sinni. Hin 34 ára gamla leikkona Hilary Duff hefur sjaldan litið betur út.Women's Health/DANIELLA MIDENGE
Hollywood Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hilary Duff bauð í heimsókn Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra. 24. september 2020 16:31 Hilary Duff snýr aftur sem Lizzie McGuire Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire í framhaldsmynd vinsælu Disney þáttaraðarinnar. 23. ágúst 2019 23:37 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Hilary Duff bauð í heimsókn Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra. 24. september 2020 16:31
Hilary Duff snýr aftur sem Lizzie McGuire Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire í framhaldsmynd vinsælu Disney þáttaraðarinnar. 23. ágúst 2019 23:37