Öll mörkin úr Bestu deildinni: Táningur skoraði beint úr horni, sigurvíti og rautt spjald í blálokin Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:32 Valsmenn fögnuðu flottum 4-0 sigri gegn ÍA í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það var nóg um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum sem og rauða spjaldið sem fór á loft í leik ÍBV og KR má sjá hér á Vísi. Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00