Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2022 21:31 Flestir sem fréttastofa ræddi við á Akranesi segja holótta vegi stórt kosningamál. vísir Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra. Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira