Kæru frambjóðendur Reykjavíkur Emma Íren Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 11:50 Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun