Kæru frambjóðendur Reykjavíkur Emma Íren Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 11:50 Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar