Á kjörskrá í Suðurnesjabæ eru 2.727. Níu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.
Listi Jákvæðs samfélags og Sjálfstæðismenn mynduðu sex fulltrúa meirihluta eftir kosningarnar árið 2018, með þrjá fulltrúa hvor. Sá meirihluti er fallinn.
Svona fór kosningin í ár:
- B-listi Framsóknar: 18,9% með tvo fulltrúa, bætti við sig einum
- D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra: 29,5% og áfram með þrjá fulltrúa
- O-listi Bæjarlistans: 26,5% með tvo fulltrúa
- S-listi Samfylkingar og óháðra: 21,5% með tvo fulltrúa
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Anton Kristinn Guðmundsson (B)
- Úrsúla María Guðjónsdóttir (B)
- Einar Jón Pálsson (D)
- Magnús Sigfús Magnússon (D)
- Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir (D)
- Jónína Magnúsdóttir (O)
- Laufey Erlendsdóttir (O)
- Sigursveinn Bjarni Jónsson (S)
- Elín Frímannsdóttir (S)
