Alvöru skammbyssur á stærsta skotfimimóti Íslandssögunnar Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 22:40 Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Vísir/Einar Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar
Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira