Tommi lögga gaf Héraðsskjalasafni Árnesinga 60 þúsund ljósmyndir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2022 13:03 Mynd frá Tómasi, Svifnökkvi á siglingu á Ölfusá 30. ágúst 1967. Svifnökkvinn sigldi frá Vestmannaeyjum og á Selfoss. Einkasafn Héraðsskjalasafni Árnesinga hefur borist höfðingleg gjöf því Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi var að gefa safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í gegnum árin. Tómas hefur eytt síðustu ellefu árum í sjálfboðavinnu á safninu við að skrásetja myndirnar. Það eru margir, sem eiga mikið af ljósmyndum í fórum sínum, ekki síst eldra fólk, sem tók myndir á pappír og slædds. Yngra fólk í dag tekur meira og minna allar myndir á símana sína og það er allt á stafrænu formi. Það var hátíðleg stund í Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi í vikunni þegar Tommi lögga, eins og hann er alltaf kallaður en heitir fullu nafni Tómas Jónsson færði safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið, að gjöf til varðveislu um ókomin ár. Tómast starfaði til fjölda ára í lögreglunni í Árnessýslu. Tómas að vinna í myndasafni sínu í aðstöðunni, sem hann hefur hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan Björnsson, sem er formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins afhenti Tómasi viðurkenninguna og veglegan blómvönd. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að nokkur maður leggi það á sig að vinna án endurgjalds í ellefu ár með slíkri trúmennsku eins og Tómas hefur gert hér hjá okkur. Þetta er bara algjörlega ómetanlegt fyrir okkar samfélag að eiga slíkt fólk því við gætum þetta ekki öðruvísi,“ segir Kjartan. Frá afhendingu viðurkenningarinnar til Tomma löggu. Þorsteinn Tryggvi (t.v.) og Kjartan standa sitthvoru megin við hann og svo er starfsfólk safnsins líka á myndinni.Aðsend Héraðsskjalasafnið er með sérstakt ljósmyndaverkefni í gangi undir heitinu myndasetur.is Þorsteinn Tryggvi Másson, forstöðumaður safnsins segir safn Tomma lögga ómetanlegt fyrir safnið. „Þetta eru um það bil fimm til sex stöðugildi á safninu á ári, sem liggja í þessari vinnu hjá Tómasi og sú vinna er eiginlega alveg jafn mikilvæg. Núna getum við nafngreint fólk og við getum staðsett þessa hluti og það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn Tryggvi. Tómas Jónsson starfaði í tæp tvö ár sem lögreglumaður í Aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York, þ.e. frá 1969-1971. Hér er hann í einkennisbúningnum.Einkasafn Tómas hefur unnið samfleytt í 11 ár á safninu hálfan vinnudag til að skrásetja safnið sitt. „Ef ég væri ekki búin að hafa þessa fínu aðstöðu á safninu og þetta yndislega starfsfólk safnsins þá væri ég örugglega ekki svona vel á mig komin. Ef ég hefði verið að horfa á naflan á mér allan þennan tíma væri ég ábyggilega komin í kör,“ segir Tómas hlægjandi. Tómas hefur tekið mikið af mannamyndum í gegnum árin. Hér eru þær Anna Ásgeirsdóttir, Berta Sigurðardóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Harpa Harðardóttir, árið 1967.Einkasafn Árborg Ljósmyndun Menning Söfn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það eru margir, sem eiga mikið af ljósmyndum í fórum sínum, ekki síst eldra fólk, sem tók myndir á pappír og slædds. Yngra fólk í dag tekur meira og minna allar myndir á símana sína og það er allt á stafrænu formi. Það var hátíðleg stund í Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi í vikunni þegar Tommi lögga, eins og hann er alltaf kallaður en heitir fullu nafni Tómas Jónsson færði safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið, að gjöf til varðveislu um ókomin ár. Tómast starfaði til fjölda ára í lögreglunni í Árnessýslu. Tómas að vinna í myndasafni sínu í aðstöðunni, sem hann hefur hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan Björnsson, sem er formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins afhenti Tómasi viðurkenninguna og veglegan blómvönd. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að nokkur maður leggi það á sig að vinna án endurgjalds í ellefu ár með slíkri trúmennsku eins og Tómas hefur gert hér hjá okkur. Þetta er bara algjörlega ómetanlegt fyrir okkar samfélag að eiga slíkt fólk því við gætum þetta ekki öðruvísi,“ segir Kjartan. Frá afhendingu viðurkenningarinnar til Tomma löggu. Þorsteinn Tryggvi (t.v.) og Kjartan standa sitthvoru megin við hann og svo er starfsfólk safnsins líka á myndinni.Aðsend Héraðsskjalasafnið er með sérstakt ljósmyndaverkefni í gangi undir heitinu myndasetur.is Þorsteinn Tryggvi Másson, forstöðumaður safnsins segir safn Tomma lögga ómetanlegt fyrir safnið. „Þetta eru um það bil fimm til sex stöðugildi á safninu á ári, sem liggja í þessari vinnu hjá Tómasi og sú vinna er eiginlega alveg jafn mikilvæg. Núna getum við nafngreint fólk og við getum staðsett þessa hluti og það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn Tryggvi. Tómas Jónsson starfaði í tæp tvö ár sem lögreglumaður í Aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York, þ.e. frá 1969-1971. Hér er hann í einkennisbúningnum.Einkasafn Tómas hefur unnið samfleytt í 11 ár á safninu hálfan vinnudag til að skrásetja safnið sitt. „Ef ég væri ekki búin að hafa þessa fínu aðstöðu á safninu og þetta yndislega starfsfólk safnsins þá væri ég örugglega ekki svona vel á mig komin. Ef ég hefði verið að horfa á naflan á mér allan þennan tíma væri ég ábyggilega komin í kör,“ segir Tómas hlægjandi. Tómas hefur tekið mikið af mannamyndum í gegnum árin. Hér eru þær Anna Ásgeirsdóttir, Berta Sigurðardóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Harpa Harðardóttir, árið 1967.Einkasafn
Árborg Ljósmyndun Menning Söfn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira