Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 11:35 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, lagði áherslu á mikilvægi þess að halda áfram stefnu fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta í samgöngu-, skipulags- og umhverfismálum í þættinum Sprengisandi þar sem úrslit borgarstjórnarkosninganna voru gerð upp í morgun. Vísir/Vilhelm Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík féll í borgarstjórnarkosningunum í gær. Saman fengu flokkarnir tíu borgarfulltrúa. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta. Á sama tíma vann Framsóknarflokkurinn verulega á og líklegt er að fjórir borgarfulltrúar hans verði nauðsynlegir til að mynda meirihluta í borginni. Flokkurinn hafði engan borgarfulltrúa fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur fulltrúum eins og Samfylkingin en er engu að síður stærsti flokkurinn í borgarstjórn með sex fulltrúa. Logi var gestur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla,- iðnaðar -og nýsköpunarráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Áslaug Arna sagði þar að sú staðreynd að meirihluti undir stjórn Samfylkingarinnar væri nú fallinn öðru sinni. Það væru mjög skýr skilaboð um breytingar í borginni. Logi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri virtust engu að síður ætla að reyna að finna enn einn flokkinn til að reisa meirihlutann við. Þetta gaf Logi lítið fyrir og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn þekkti það einnig vel að hrökklast úr meirihluta en finna svo nýja „meðspilara“. Út á það gengi leikurinn. Viss um að nýr meirihluti haldi í núverandi stefnu í skipulags- og samgöngumálum Logi sagði niðurstöðuna í Reykjavík þó liggja þyngst á samfylkingarfólki eftir sveitarstjórnarkosningar sem hafi verið eins og Mackintosh-konfektkassi fyrir flokkinn með góðum og slæmum bitum. Taldi Logi að Dagur borgarstjóri gæti verið upplitsdjarfur í dag. Hann eigi enn möguleika á að mynda meirihluta. Niðurstaðan sýni að fólk vilji enn feta þá leið sem meirihlutinn hafi farið undanfarin tólf ár um þéttingu byggðar og bættar almenningssamgöngur sem hafi að mati Loga breytt Reykjavík úr þorpi í evrópska stórborg. Nýtt meirihlutasamstarfi kunni að þurfa að vera með öðrum formerkjum en áður en hann teldi að úrslitin séu ekki ákall borgarbúar um breytingar frá þessari stefnu. Benti hann á að flokkar sem hafi lagst gegn þéttingu byggðar hafi ekki riðið feitum hesti frá kosningunum, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Ef Íslendingar ætluðu sér að ná árangri í loftslagsmálum þyrfti fyrst að huga að þeim málum á höfuðborgarsvæðinu þar sem 80% landsmanna búi. Því skipti borgarlína og þétting byggðar svo miklu máli. „Allt hik í uppbyggingu í samgöngumálum í Reykjavík og afturhvarf til bílismans væru svakalega vond tíðindi fyrir höfuðborgarbúa en líka hryllileg tíðindi fyrir Íslendinga sem ætla að vera metnarðafullir í loftslagsmálum,“ sagði Logi fullviss um að nýr meirihluti yrði til sem héldi núverandi stefnu í skipulags- og samgöngumálum. Tengir úrslitin ekki við ríkisstjórnarsamstarfið Katrín sagði erfitt að draga gríðarlegar ályktanir af úrslitum kosninganna á landsvísu þar sem aðstæður á hverjum stað væru svo ólíkar. Hennar flokkur hefði styrkt sig eða haldið sínu þar sem vel gekk síðast. Sveitarstjórnarfulltrúum flokksins fjölgi frá síðustu kosningum en með þeim fyrirvara að þeir hafi ekki verið margir fyrir. Í borginni náði VG aðeins inn einum manni en var aðeins hálfdrættingur á við Sósíalistaflokkinn með rétt um fjögur prósent atkvæða. Katrín vildi ekki tengja það við að kjósendur vildu refsa flokknum fyrir ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Benti hún á að niðurstaðan nú væri svipuð og í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „Auðvitað hefði ég viljað uppskera meira á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki hægt að segja annað en það,“ sagði Katrín. Hennar túlkun á úrslitunum væri sú að Vinstri grænum hafi mistekist að byggja upp öflugt sveitarstjórnarstarf í Reykjavík sem flokknum hafi tekist að gera annars staðar á landinu. „Það er augljóslega eitthvað sem þarf að skoða,“ sagði Katrín sem benti á að árangur Framsóknarflokksins nú sýndi að hlutirnir gætu breyst hratt á milli kosninga. Leiti sér að nýrri hækju undir meirihlutann Áslaug Arna benti ítrekað á að meirihlutasamstarf Dags borgarstjóra og Samfylkingarinnar við aðra flokka hefði nú fallið í tvígang í kosningum á undanförnum árum. Sagði hún flokkinn nú leita að „hækju“ og biðla til Framsóknarflokksins um að ganga undir fallinn meirihluta líkt og Viðreisn gerði eftir síðustu kosningar. Hafnaði Logi því að einhver flokkur í meirihlutanum hefði verið hækja fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu. Þeir hafi allir verið fullir þátttakendur og samstarfið gefist vel. Hvað Framsókn varðaði væri ráðherra hans aðili að samgöngusáttmála fyrir Reykjavík. Þannig gætu margir komið að nauðsynlegum aðgerðum í borginni. „Það væri ótrúlega vont ef við færum í gamaldags asnalegri flokkapólitík að fórna þeim frábæra árangri sem hér hefur náðst á síðustu tólf árum,“ sagði hann. Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Borgarstjórn Sprengisandur Samfylkingin Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík féll í borgarstjórnarkosningunum í gær. Saman fengu flokkarnir tíu borgarfulltrúa. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta. Á sama tíma vann Framsóknarflokkurinn verulega á og líklegt er að fjórir borgarfulltrúar hans verði nauðsynlegir til að mynda meirihluta í borginni. Flokkurinn hafði engan borgarfulltrúa fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur fulltrúum eins og Samfylkingin en er engu að síður stærsti flokkurinn í borgarstjórn með sex fulltrúa. Logi var gestur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla,- iðnaðar -og nýsköpunarráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Áslaug Arna sagði þar að sú staðreynd að meirihluti undir stjórn Samfylkingarinnar væri nú fallinn öðru sinni. Það væru mjög skýr skilaboð um breytingar í borginni. Logi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri virtust engu að síður ætla að reyna að finna enn einn flokkinn til að reisa meirihlutann við. Þetta gaf Logi lítið fyrir og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn þekkti það einnig vel að hrökklast úr meirihluta en finna svo nýja „meðspilara“. Út á það gengi leikurinn. Viss um að nýr meirihluti haldi í núverandi stefnu í skipulags- og samgöngumálum Logi sagði niðurstöðuna í Reykjavík þó liggja þyngst á samfylkingarfólki eftir sveitarstjórnarkosningar sem hafi verið eins og Mackintosh-konfektkassi fyrir flokkinn með góðum og slæmum bitum. Taldi Logi að Dagur borgarstjóri gæti verið upplitsdjarfur í dag. Hann eigi enn möguleika á að mynda meirihluta. Niðurstaðan sýni að fólk vilji enn feta þá leið sem meirihlutinn hafi farið undanfarin tólf ár um þéttingu byggðar og bættar almenningssamgöngur sem hafi að mati Loga breytt Reykjavík úr þorpi í evrópska stórborg. Nýtt meirihlutasamstarfi kunni að þurfa að vera með öðrum formerkjum en áður en hann teldi að úrslitin séu ekki ákall borgarbúar um breytingar frá þessari stefnu. Benti hann á að flokkar sem hafi lagst gegn þéttingu byggðar hafi ekki riðið feitum hesti frá kosningunum, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Ef Íslendingar ætluðu sér að ná árangri í loftslagsmálum þyrfti fyrst að huga að þeim málum á höfuðborgarsvæðinu þar sem 80% landsmanna búi. Því skipti borgarlína og þétting byggðar svo miklu máli. „Allt hik í uppbyggingu í samgöngumálum í Reykjavík og afturhvarf til bílismans væru svakalega vond tíðindi fyrir höfuðborgarbúa en líka hryllileg tíðindi fyrir Íslendinga sem ætla að vera metnarðafullir í loftslagsmálum,“ sagði Logi fullviss um að nýr meirihluti yrði til sem héldi núverandi stefnu í skipulags- og samgöngumálum. Tengir úrslitin ekki við ríkisstjórnarsamstarfið Katrín sagði erfitt að draga gríðarlegar ályktanir af úrslitum kosninganna á landsvísu þar sem aðstæður á hverjum stað væru svo ólíkar. Hennar flokkur hefði styrkt sig eða haldið sínu þar sem vel gekk síðast. Sveitarstjórnarfulltrúum flokksins fjölgi frá síðustu kosningum en með þeim fyrirvara að þeir hafi ekki verið margir fyrir. Í borginni náði VG aðeins inn einum manni en var aðeins hálfdrættingur á við Sósíalistaflokkinn með rétt um fjögur prósent atkvæða. Katrín vildi ekki tengja það við að kjósendur vildu refsa flokknum fyrir ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Benti hún á að niðurstaðan nú væri svipuð og í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „Auðvitað hefði ég viljað uppskera meira á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki hægt að segja annað en það,“ sagði Katrín. Hennar túlkun á úrslitunum væri sú að Vinstri grænum hafi mistekist að byggja upp öflugt sveitarstjórnarstarf í Reykjavík sem flokknum hafi tekist að gera annars staðar á landinu. „Það er augljóslega eitthvað sem þarf að skoða,“ sagði Katrín sem benti á að árangur Framsóknarflokksins nú sýndi að hlutirnir gætu breyst hratt á milli kosninga. Leiti sér að nýrri hækju undir meirihlutann Áslaug Arna benti ítrekað á að meirihlutasamstarf Dags borgarstjóra og Samfylkingarinnar við aðra flokka hefði nú fallið í tvígang í kosningum á undanförnum árum. Sagði hún flokkinn nú leita að „hækju“ og biðla til Framsóknarflokksins um að ganga undir fallinn meirihluta líkt og Viðreisn gerði eftir síðustu kosningar. Hafnaði Logi því að einhver flokkur í meirihlutanum hefði verið hækja fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu. Þeir hafi allir verið fullir þátttakendur og samstarfið gefist vel. Hvað Framsókn varðaði væri ráðherra hans aðili að samgöngusáttmála fyrir Reykjavík. Þannig gætu margir komið að nauðsynlegum aðgerðum í borginni. „Það væri ótrúlega vont ef við færum í gamaldags asnalegri flokkapólitík að fórna þeim frábæra árangri sem hér hefur náðst á síðustu tólf árum,“ sagði hann.
Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Borgarstjórn Sprengisandur Samfylkingin Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39