Dončić var gagnrýndur fyrr á leiktíðinni fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og hann hefur viðurkennt það. Hann hefur hins vegar verið upp á sitt besta í úrslitakeppninni, það er þegar hann hefur verið leikfær.
Hinn 23 ára gamli Slóveni hefur verið að glíma við meiðsli og missti af þremur leikjum í undanúrslitum gegn Utah Jazz. Síðan þá hefur hann verið upp á sitt allra besta og nú er Dallas – sem endaði í 4. sæti Vesturdeildar NBA – komið í oddaleik gegn Phoenix Suns – liðinu með besta árangur deildarinnar – um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar.
Á síðustu leiktíð datt Dallas út í oddaleik í 8-liða úrslitum Vesturdeildar gegn Los Angeles Clippers. Liðið frá Englaborginni vann stórsigur, 126-111, þrátt fyrir stórleik Luka sem skoraði 46 stig og gaf 14 stoðsendingar.
Luka Doncic in Game 7 against the Clippers last year: 46 points | 14 assists
— Complex Sports (@ComplexSports) May 15, 2022
Does he get over the hump today and into the conference finals? pic.twitter.com/U4VIgKPsMh
Dallas þarf á annarri slíkri frammistöðu að halda í kvöld en miðað við frammistöður Luka til þessa í einvíginu gegn Suns má reikna með enn einni sýningunni í kvöld. Til að Dallas fari áfram þarf liðið líka að sigra í Phoenix en það hefur ekki enn gerst í einvíginu.
Tölfræði Luka í einvíginu gegn Suns
- Phoenix Suns 121-114 Dallas Mavericks: 45 stig, 8 stoðsendingar og 12 fráköst.
- Phoenix Suns 129-109 Dallas: 35 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst.
- Dallas Mavericks 103-94 Phoenix Suns: 26 stig, 9 fráköst og 13 fráköst.
- Dallas Mavericks 111-101Phoenix Suns: 26 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst.
- Phoenix Suns 110-80 Dallas Mavericks: 28 stig, 2 stoðsendingar og 11 fráköst.
- Dallas Mavericks 113-86 Phoenix Suns: 33 stig, 8 stoðsendingar og 11 fráköst.
Leik Suns og Mavericks má sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 00.00 eða á miðnætti.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.