Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2022 11:51 Sigríður bóndi vandaði Ísteka ekki kveðjurnar en Arnþór framkvæmdastjóri segir þær ásakanir sem hún setur fram ekki standast neina skoðun. vísir/Magnús Hlynur/Ísteka Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. Sigríður lýsti því þar yfir að hún væri hætt að halda blóðmerar, sakaði Ísteka um fantaskap í samningum og lét að liggja að fyrirtækið væri með óhreint mjöl í pokahorninu, í það minnsta væri fyllsta ástæða fyrir samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina ofan í kjölinn. „Hún talar um skattalagabrot en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri það nefnt enda algerlega úr lausu lofti gripið,“ segir Arnþór. Hann segir erfitt að svara fyrir slíkar ásakanir enda óljós gagnrýni og hann hafi því ekkert fast land að standa á. En hvað verð til bænda varðar, sem Sigríður telur ósvinnu, þá sé það skýrt. Arnþór segir að undanfarin ár hafi sífellt hækkun verið á þessum vörum og meiri en annað sem miðað er við svo sem vöruverð og vísitölu. „Það er alveg skýrt. Svo verður hver bóndi að gera upp við sig hvernig þetta fellur að rekstri viðkomandi bús og þetta hentar ekkert öllum. Það er fyrirliggjandi en þeirra að meta það. Verðskráin liggur fyrir og hún hefur farið hækkandi. Í vetur tókum við þetta greiðslukerfi til gagngerrar skoðunar og breyttum því. Við gerum ráð fyrir því að sveiflur í tekjum minnki og aukist að sama skapi. Meðalhækkun sem bændur mega eiga von á er um fjórðungur. Það er alltaf sveifla í landbúnaði, sem ræðst af heimtum, en hækkunin ætti að liggja á hverjum bæ milli 11 og 40 prósent.“ Umfjöllun hefur reynst Ísteka erfið Arnþór vísar því þannig á bug sem Sigríður segir að verð sem Ísteka bjóði sé svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað bænda. Ísteka hefur verið í viðskiptum við um hundrað býli síðustu ár og starfsemin hefur aukist jafnt og þétt. Arnþór segir að nú séu liðin ríflega 40 ár síðan fyrst var tekið blóð úr hryssum fyrir þessa starfsemi og Ísteka í núverandi formi hafi verið til í 22 ár. Fyrirtækjareksturinn hafi gengið brösuglega til að byrja með en hafi verið uppá við seinustu ár. Víst er að umfjöllun um blóðmerahald hefur reynst Ísteka erfið, Arnþór dregur ekki úr því spurður. Þetta hafi reynst orrahríð í vetur og sjái ekki fyrir enda á því. „Um er að ræða fólk sem sækir að sem er virkilega á móti þessari starfsemi og telur hana ekki eiga rétt á sér sama hvað. Við erum auðvitað ekki sammála því. Í grunninn ekkert frábrugðið öðrum búgreinum.“ Telur sig þegar hafa svarað því sem fram kemur í Guardian Í dag birtist grein í Guardian undir fyrirsögninni: Þrýst á Ísland að banna „blóðbýli“ þar sem hormón eru numin úr fylfullum hryssum“ (e. Iceland urged to ban ´blood farms´that extract hormone from pregnant horses). Þar segir að því sé haldið fram að starfsemin sé harðneskjuleg og jaðri við dýraníð. Blóð sé tekið af fylfullum hryssum til að auka verksmiðjuframleiðslu annarra húsdýra, svína og kúa. Vísað er til myndbanda sem sýnd voru í fyrra um blóðtökuna og þess að Evrópusambandið hafi lýst yfir miklum áhyggjum af téðri starfsemi. Í fréttinni er meðal annars rætt við Ingunni Reynisdóttur, dýralækni sem býr á norðanverðu Íslandi og hefur unnið með hrossum. Hún segir að ef blóðtakan sé of mikil skjálfi hryssunar eftir hana og eigi erfitt með að fóta sig. Þegar þessi grein í Guardian var borin undir Arnþór sagði hann hana að mestu fjalla um hluti sem þegar hafa verið í umræðunni hér heima. „Mörgu af því höfum við þegar svarað, svo sem fyrir þingnefnd, í blaðagreinum á Vísi og í viðtölum. En það er rétt að fram komi hér að það eru ekki til neinar samræmdar alþjóðlegar verklagsreglur um blóðtökur úr fylfullum hryssum eins og skilja má af greininni,“ segir Arnþór. Segir eCG-hormón í raun auka dýravelferð Þá bendir hann á að hérlendis sé farið eftir íslenskum verklagsreglum í fullu samráði við yfirvöld. Blóðtökur eftir þeim telja hundruði þúsunda seinustu áratugina og sú reynsla hefur sýnt að íslenskar hryssur sem gefa blóð eftir verklagsreglunum eru alveg jafn heilsuhraustar og hryssur sem ekki gefa blóð. Arnþór segir að orrahríð hafi verið í vetur um starfsemina og sjái ekki fyrir enda á því. Þeir sem eru á móti blóðmerahaldi séu og verði það sama hvað sagt er. „Þetta er meðal annars opinbert álit Mast sem skoðað hefur hrossin og fylgst lengi með starfseminni. Ísteka brást mjög ákveðið við þessum myndbandsbrotum sem sýnd hafa verið hérlendis og víðar meðal annars með riftun viðskiptasambanda og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir dýravelferðarfrávik. Til þess er allt verklag til skoðunar, ekki síst mannlegi þátturinn við vinnuna.“ Því hefur verið haldið fram að ekki einungis sé framleiðslan sjálf ómanneskjuleg heldur sé markmiðið, það að auka frjósemi svína, ekki til útflutnings. Arnþór mótmælir þessu og segir að notkun á eCG-hormóninu auki dýravelferð í þeim ræktunarkerfum þar sem það er notað og minnkar kolefnisspor verulega. „Að hætta notkun þess hefði því að okkar mati slæmar afleiðingar, ekki bara fyrir heilbrigðu hrossin sem blóðið kemur úr hér á landi heldur einnig fyrir milljónir dýra erlendis.“ Blóðmerahald Dýr Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. 8. janúar 2022 15:36 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sigríður lýsti því þar yfir að hún væri hætt að halda blóðmerar, sakaði Ísteka um fantaskap í samningum og lét að liggja að fyrirtækið væri með óhreint mjöl í pokahorninu, í það minnsta væri fyllsta ástæða fyrir samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina ofan í kjölinn. „Hún talar um skattalagabrot en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri það nefnt enda algerlega úr lausu lofti gripið,“ segir Arnþór. Hann segir erfitt að svara fyrir slíkar ásakanir enda óljós gagnrýni og hann hafi því ekkert fast land að standa á. En hvað verð til bænda varðar, sem Sigríður telur ósvinnu, þá sé það skýrt. Arnþór segir að undanfarin ár hafi sífellt hækkun verið á þessum vörum og meiri en annað sem miðað er við svo sem vöruverð og vísitölu. „Það er alveg skýrt. Svo verður hver bóndi að gera upp við sig hvernig þetta fellur að rekstri viðkomandi bús og þetta hentar ekkert öllum. Það er fyrirliggjandi en þeirra að meta það. Verðskráin liggur fyrir og hún hefur farið hækkandi. Í vetur tókum við þetta greiðslukerfi til gagngerrar skoðunar og breyttum því. Við gerum ráð fyrir því að sveiflur í tekjum minnki og aukist að sama skapi. Meðalhækkun sem bændur mega eiga von á er um fjórðungur. Það er alltaf sveifla í landbúnaði, sem ræðst af heimtum, en hækkunin ætti að liggja á hverjum bæ milli 11 og 40 prósent.“ Umfjöllun hefur reynst Ísteka erfið Arnþór vísar því þannig á bug sem Sigríður segir að verð sem Ísteka bjóði sé svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað bænda. Ísteka hefur verið í viðskiptum við um hundrað býli síðustu ár og starfsemin hefur aukist jafnt og þétt. Arnþór segir að nú séu liðin ríflega 40 ár síðan fyrst var tekið blóð úr hryssum fyrir þessa starfsemi og Ísteka í núverandi formi hafi verið til í 22 ár. Fyrirtækjareksturinn hafi gengið brösuglega til að byrja með en hafi verið uppá við seinustu ár. Víst er að umfjöllun um blóðmerahald hefur reynst Ísteka erfið, Arnþór dregur ekki úr því spurður. Þetta hafi reynst orrahríð í vetur og sjái ekki fyrir enda á því. „Um er að ræða fólk sem sækir að sem er virkilega á móti þessari starfsemi og telur hana ekki eiga rétt á sér sama hvað. Við erum auðvitað ekki sammála því. Í grunninn ekkert frábrugðið öðrum búgreinum.“ Telur sig þegar hafa svarað því sem fram kemur í Guardian Í dag birtist grein í Guardian undir fyrirsögninni: Þrýst á Ísland að banna „blóðbýli“ þar sem hormón eru numin úr fylfullum hryssum“ (e. Iceland urged to ban ´blood farms´that extract hormone from pregnant horses). Þar segir að því sé haldið fram að starfsemin sé harðneskjuleg og jaðri við dýraníð. Blóð sé tekið af fylfullum hryssum til að auka verksmiðjuframleiðslu annarra húsdýra, svína og kúa. Vísað er til myndbanda sem sýnd voru í fyrra um blóðtökuna og þess að Evrópusambandið hafi lýst yfir miklum áhyggjum af téðri starfsemi. Í fréttinni er meðal annars rætt við Ingunni Reynisdóttur, dýralækni sem býr á norðanverðu Íslandi og hefur unnið með hrossum. Hún segir að ef blóðtakan sé of mikil skjálfi hryssunar eftir hana og eigi erfitt með að fóta sig. Þegar þessi grein í Guardian var borin undir Arnþór sagði hann hana að mestu fjalla um hluti sem þegar hafa verið í umræðunni hér heima. „Mörgu af því höfum við þegar svarað, svo sem fyrir þingnefnd, í blaðagreinum á Vísi og í viðtölum. En það er rétt að fram komi hér að það eru ekki til neinar samræmdar alþjóðlegar verklagsreglur um blóðtökur úr fylfullum hryssum eins og skilja má af greininni,“ segir Arnþór. Segir eCG-hormón í raun auka dýravelferð Þá bendir hann á að hérlendis sé farið eftir íslenskum verklagsreglum í fullu samráði við yfirvöld. Blóðtökur eftir þeim telja hundruði þúsunda seinustu áratugina og sú reynsla hefur sýnt að íslenskar hryssur sem gefa blóð eftir verklagsreglunum eru alveg jafn heilsuhraustar og hryssur sem ekki gefa blóð. Arnþór segir að orrahríð hafi verið í vetur um starfsemina og sjái ekki fyrir enda á því. Þeir sem eru á móti blóðmerahaldi séu og verði það sama hvað sagt er. „Þetta er meðal annars opinbert álit Mast sem skoðað hefur hrossin og fylgst lengi með starfseminni. Ísteka brást mjög ákveðið við þessum myndbandsbrotum sem sýnd hafa verið hérlendis og víðar meðal annars með riftun viðskiptasambanda og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir dýravelferðarfrávik. Til þess er allt verklag til skoðunar, ekki síst mannlegi þátturinn við vinnuna.“ Því hefur verið haldið fram að ekki einungis sé framleiðslan sjálf ómanneskjuleg heldur sé markmiðið, það að auka frjósemi svína, ekki til útflutnings. Arnþór mótmælir þessu og segir að notkun á eCG-hormóninu auki dýravelferð í þeim ræktunarkerfum þar sem það er notað og minnkar kolefnisspor verulega. „Að hætta notkun þess hefði því að okkar mati slæmar afleiðingar, ekki bara fyrir heilbrigðu hrossin sem blóðið kemur úr hér á landi heldur einnig fyrir milljónir dýra erlendis.“
Blóðmerahald Dýr Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. 8. janúar 2022 15:36 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05
Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02
Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. 8. janúar 2022 15:36