304 tóku þátt í könnun um sameiningarkosti Dalabyggðar sem fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 240 svöruðu játandi hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður, 22 sögðu nei. 26 sögðust ekki hafa skoðun, 15 seðlar voru auðir og einn ógildur.
Fram kemur á vef Dalabyggðar að svör við spurningunni um hvaða sameiningarkostur væri æskilegastur hafi verið:
- Húnaþing vestra 71
- Sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólms 88
- Annað 94
Af þeim sem merktu við annað var skiptingin:
- 25 Reykhólahreppur og/eða sveitarfélög á Ströndum.
- 23 Húnaþing vestra ásamt Reykhólahrepp og/eða sveitarfélögum á Ströndum.
- 19 Borgarbyggð.
- 12 Stykkishólmur og Helgafellssveit ásamt Reykhólahrepp og/eða sveitarfélögum á Snæfellsnesi.
- Annað (færri en fimm á hvert) voru 15.
- Auðir seðlar voru 50 og einn ógildur.
Þá fóru fram sveitarstjórnarkosningar en listar voru ekki boðnir fram og fór því fram persónukjör. Atkvæði skiptust svo:
- Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 199 atkvæði
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason 195 atkvæði
- Garðar Freyr Vilhjálmsson 191 atkvæði
- Guðlaug Kristinsdóttir 185 atkvæði
- Einar Jón Geirsson 168 atkvæði
- Þuríður Jóney Sigurðardóttir 132 atkvæði
- Skúli Hreinn Guðbjörnsson 132 atkvæði
Varamenn
- Sindri Geir Sigurðarson 97 atkvæði
- Alexandra Rut Jónsdóttir 129 atkvæði
- Jón Egill Jónsson 88 atkvæði
- Ragnheiður Pálsdóttir 81 atkvæði
- Anna Berglind Halldórsdóttir 67 atkvæði
- Guðrún Erna Magnúsdóttir 68 atkvæði
- Bjarnheiður Jóhannsdóttir 96 atkvæði