Er verið að njósna um þig? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. maí 2022 08:00 Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Neytendur Stafræn þróun Persónuvernd Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun